Kaup VSV á Grupeixe í Portúgal styrkja saltfiskvinnsluna í Eyjum

9.Október'19 | 07:12
vsv_2016

Vinnslustöðin. Ljósmynd/TMS

Stjórn og framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar hf. eru nýkomin úr heimsókn í Grupeixe í Portúgal, framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki fyrir saltfisk sem Vinnslustöðin keypti fyrr á árinu. 

Fyrirtækið er í borginni Aveiro í norðurhluta Portúgals. Það er meðalstórt á sínu sviði þar í landi, veltir jafnvirði um 1,8 milljörðum króna á ári og seldi um 2.300 tonn af afurðum árið 2017. Starfsmenn eru um 30 talsins. 

Engar breytingar hafa orðið á starfsemi saltfiskvinnslu í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum vegna kaupanna á Grupeixe aðrar en þær að framleiðsla hefur aukist verulega. Ljóst er því að kaupin munu styrkja og treysta salfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar enn frekar í sessi, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar.

Vinnslustöðin sýnir þannig í verki að hún er framsækið og öflugt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar sínar í Vestmannaeyjum og leggur sig stöðugt eftir því að styrkja heimabyggðina og nærsamfélagið enn frekar.

Ferðin var afar fróðleg og skemmtileg og ljóst að fjölmörg tækifæri eru til sóknar og aukinnar þekkingar á alþjóðavísu, sem um leið eflir starfsemina heima og heiman.

Portúgalinn Nuno Araújo stýrir Grupeixe. Hann hefur starfað sem sölustjóri VSV í Portúgal undanfarin ár og skilað þar afar góðu verki. Hægri hönd Nuno er José Gandra sem fyrst kom til Vestmannaeyja frá Portúgal árið 2015, þá til að starfa í fiskvinnslu félagsins. Gandra er kennaramenntaður, brennur af áhuga fyrir því að auka gæði saltfisks frá Íslandi og hefur lagt sig mjög fram við að kynna sér framleiðsluvöru Vinnslustöðvarinnar og kanna hvernig auka megi verðmæti hennar. Kaup Vinnslustöðvarinnar á Grupeixe er stór liður í að efla framleiðslu og útflutning á saltfiski frá Íslandi.

Vinnslustöðin þakkar fyrir góðar móttökur í Portúgal og væntir mikils af komandi samstarfi við starfsfólk Grupeixe.

 

vsv.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).