Ekki fleiri íbúar í Eyjum í 16 ár

9.Október'19 | 14:46
goslokahatid_2019

Í dag eru íbúar í Vestmannaeyjum 4326 talsins. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net kannar reglulega hvernig íbúaþróunin er í Vestmannaeyjum. Íbúum hafði fækkað þegar staðan var tekin sl. vor en þá var talan komin niður í 4307. Í ágúst voru bæjarbúar 4319.

Í dag eru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4326 talsins, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ. Það er því ljóst að Eyjamenn hafa ekki verið fleiri í 16 ár, eða allt frá árinu 2003 þegar íbúar voru hér 4344. Flestir voru íbúarnir í Eyjum fyrir gos, en þá bjuggu yfir 5000 manns í sveitarfélaginu.

Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum til 2006

 
Ár: Fjöldi íbúa:
1900 um 500
1918 2.033
1925 3.184
1950 3.726
1960 4.675
1965 5.023
1970 5.179
1971 5.231
1972 5.179
1973 4.892
1974 4.369
1975 4.421
1976 4.568
1978 4.634
1980 4.727
1982 4.657
1984 4.789
1986 4.785
1988 4.737
1989 4.814
1990 4.913
1991 4.923
1992 4.867
1993 4.883
1994 4.888
1995 4.804
1996 4.749
1997 4.640
1998 4.594
1999 4.581
2000 4.527
2001 4.436
2002 4.426
2003 4.344
2004 4.215
2005 4.180
2006 (1. mars) 4.173

Heimild/heimaslod.is

Heimild/Hagstofan.

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).