Sannspáir skipstjórar

7.Október'19 | 09:46
IMG_5019-001

Nýi Herjólfur á leið til Landeyjahafnar. Ljósmynd/TMS

Skólastjóri Skipstjórnarskóla Tækniskólans vann könnun á viðhorfi skipstjóra sem siglt hafa um Landeyjahöfn í lok árs 2013. 

Skýrslan var unnin fyrir siglingasvið Vegagerðarinnar, og var hún birt í heild sinni hér á Eyjar.net árið 2015. Það er um margt merkilegt sem þarna kom fram og fróðlegt í meira lagi að sjá hvað skipstjórarnir reynast sannspáir á flestum sviðum, miðað við hvernig reynslan er eftir fyrstu haust- og vetrarlægðirnar á nýja skipinu og siglingum til Landeyjahafnar.

Í kaflanum um skipin sögðu þáverandi skipstjórar Herjólfs neðangreint:

Djúprista skipsins gefur skipinu meiri rásfestu en grunn flatbotna skip

Varðandi Herjólf þá telja skipstjórar hans að, ef miðað er við þann farþegafjölda sem ferðast með skipinu og þann bílafjölda sem fluttur er á hverjum degi, skipið sé ekki of stórt til þeirra verkefna sem því er ætlað að sinna. Telja þeir að lítið skip geti ekki annað þeirri fólks- og vöruflutninga þörf sem nú þegar er til staðar og vænta má að sú þörf aukast frekar í framtíðinni með auknum straumi ferðamanna til eyjarinnar.

Lengd Herjólfs er ekki vandamál, heldur hjálpar hún til þegar skipinu er siglt undan öldu, það snýst ekki eins og styttra skip myndi gera. Breiddin gefur skipinu aukin stöðugleika, en djúpristan hefur bæði kosti og galla. Djúprista skipsins gefur skipinu meiri rásfestu en grunn flatbotna skip hafa, en aftur á móti skapar djúpristan vandamál á grunnum leiðum eins og við og inn í Landeyjahöfn vegna grunnvatnsáhrifa sem gera það að verkum að erfiðara getur verið að stjórna skipinu.

Ekki séð að annað skip muni breyta nokkru

Skipstjórar Herjólfs telja að Herjólfur, sem í yfir 20 ár hefur verið siglt áfallalaust milli lands og eyja, sé öruggt og ágætt skip sem þjónað hefur sínum tilgangi til þessa. Það er ekki skipið eða stjórnendur þess sem gera það að verkum að oft þurfi að fella niður ferðir, heldur eru það aðstæður sem skapast utan við mynni Landeyjahafnar sem gera það að verkum og verður ekki séð að annað skip muni breyta nokkru þar um. Einn viðmælenda hefur verið bæði á Herjólfi og Baldri og segir Baldur einnig geta snúist á lensi við innsiglingu til hafnarinnar eins og Herjólfur.

Hentar síður til siglinga til Þorlákshafnar

Einnig telja þeir að minna skip, grunnristara og léttara, sé hugsanlega sneggra í snúningum en að sama skapi viðkvæmara fyrir öldunni og hentar því síður ef sigla þurfi til Þorlákshafnar þegar veður eru svo vond að ekki verði siglt í Landeyjahöfn.  

Ef gert er ráð fyrir því að minna þurfi að dýpka á sandrifinu utan hafnarinnar, með tilkomu skips sem ristir minna, þá verður að gera ráð fyrir því að fyrr fari að myndast brot á rifinu. Það er að það þurfi minni öldu til að mynda brot á sandrifinu því grynnra sem þar er, segir í áliti skipstjóra Herjólfs frá árinu 2013.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.