Gera ráð fyrir hærri útsvarstekjum 2019 þrátt fyrir loðnubrest

6.Október'19 | 09:52
hofn_heimakl_0717

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Fram kom á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja að þrátt fyrir loðnubrest á árinu 2019, megi gera ráð fyrir að útsvarstekjur ársins 2019 hjá Vestmannaeyjabæ verði 4 - 5% hærri en áætlun gerði ráð fyrir.

Þetta kom fram í bókun meirihluta E- og H-lista þegar verið var að ræða fjárhagsáætlun næsta árs.

Sjá einnig: Tekjur hærri þrátt fyrir loðnubrest

Útsvarstekjur verða áfram varlega áætlaðar

Í bókun meirihlutans segir að breytingar verði nú gerðar á vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs að við fyrri umræðu verður búið að áætla fyrir gjaldfærðum og eignfærðum sérsamþykktum og viðhaldi húsa. Á milli umræðna verða forsendur fjárhagsáætlunarinnar yfirfarnar. Þrátt fyrir loðnubrest á árinu 2019 má gera ráð fyrir að útsvarstekjur ársins 2019 verði 4% - 5% hærri en áætlun gerði ráð fyrir.

Útsvarstekjur verða áfram varlega áætlaðar og gert ráð fyrir sömu rauntekjum í fjárhagsáætlun 2020 og gert var ráð fyrir í áætlun þessa árs. Miklar hækkanir eru á fasteignaskattstofnum á fasteignum í Vestmannaeyjum á næsta ári. Til að koma í veg fyrir að hækkunin verði velt yfir á fasteignaeigendur hefur bæjarráð samþykkt að álagningaprósenta á fasteignagjöldum af íbúðarhúsnæði verði lækkuð úr 0,33% í 0,291% og á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,55%.

Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu- og fjölskyldumál

Launaliðir og aðrir tekju- og gjaldaliðir taka breytingum eftir verðbólguspá Hagstofu Íslands og forsendum í fjárlagafrumvarpinu. Síðastliðin ár hafa afborganir verið um 55 m.kr.,en árið 2020 lækka þær niður 34 m.kr. og áætlað er að árið 2025 verði þær komnar niður 7 m.kr. Gert er ráð fyrir að fjárfestingargeta verði á bilinu 770 - 830 m.kr. á næst ári. Bæjarstjórn mun á vinnufundi fjalla um fjárfestingar og gjaldfærðar sérsamþykktir fyrir fjárhagsáætlun 2020. Áfram verður áhersla lögð á ábyrgan rekstur, en jafnframt að veita góða þjónustu. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu- og fjölskyldumál, segir jafnframt í bókuninni frá meirihluta E- og H-lista.

Nauðsynlegt er að halda álögum á íbúa í lágmarki

Í bókun frá bæjarfulltrúum D-lista segir að á undanförnum þremur kjörtímabilum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt mikla áherslu á niðurgreiðslu skulda sveitarfélagsins, hagræðingu rekstrar, ásamt því að veita öfluga og fjölbreytta þjónustu við bæjarbúa. Sú stefna hefur skilað sveitarfélaginu í fremstu röð hvað varðar m.a. efnahagslegan styrk og stöðugleika sem er forsenda framfara og bættrar þjónustu.

Eftirfarandi eru tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við upphaf fjárhagsáætlunarvinnu þegar forsendur fjárhagsáætlunargerðar ársins 2020 eru lagðar fram Lagðar verði til sviðsmyndir að útsvarslækkun en nauðsynlegt er að halda álögum á íbúa í lágmarki. Allir útsvarsgreiðendur njóta góðs af slíku óháð því hvaða þjónustu þeir sækja til sveitarfélagsins.

Áhersla verði á framkvæmdir sem stuðla að aukinni tómstundaþátttöku, heilsueflingu og fjölskylduvænni afþreyingu

Þá segir í bókuninni að Sjálfstæðisflokkurinn telji að sem mestur hluti af sjálfsaflafé fólks sé best varið í þeirra eigin höndum. Unnið verði markvisst að markaðssetningu flugvallarins okkar. Flugsamgöngur hafa átt undir högg að sækja sökum bættra sjósamgangna á undanförnum árum en undirrituð telja sóknarfæri til staðar og nauðsynlegt sé að efla flugið eins og kostur er. Lögð verði við fjárhagsáætlunargerð áhersla m.a. á framkvæmdir sem stuðla að aukinni tómstundaþátttöku, heilsueflingu og fjölskylduvænni afþreyingu á borð við 

o Að byggt verði við Hamarskólann með það að markmiði að sameina Tónlistarskólann, frístundarverið og Hamarskólann undir sama þak.

o Hafin verði undirbúningsvinna við að setja upp upphitaðan gervigrasvöll í Vestmannaeyjum. o Aukin kraftur settur í göngustígagerð fyrir gangandi vegfarendur um alla eyju.

o Hugað verði að fleiri heilsueflandi afþreyingamöguleikum á borð við útiblakvöll í miðbænum, sem gæti verið staðsettur sunnan við Ráðhúsið. o Stutt verði við að finna vímuefnalausan og öruggan stað fyrir ungmenni til að stunda tónlist í frítíma, segir í bókun Sjálfstæðisflokks.

Hvetja minnihlutann til þess að koma með tillögur um það hvaða þjónustu á að skera niður til að mæta lækkun útsvarstekna

Að endingu kom eftirfarandi bókun frá bæjarfulltrúum H- og E-lista:

Meirihluti bæjarstjórnar hvetur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til þess að koma með tillögur um það hvaða þjónustu á að skera niður til að mæta lækkun útsvarstekna. Það er vilji meirihluta bæjarstjórnar að halda álögum lágum en að veita góða þjónustu. En meirihlutinn er alltaf tilbúinn að skoða góðar tillögur.

Liðurinn, Fjárhagsáætlun 2020 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.