Vestmannaeyjabær stefnir á að hætta notkun einnota plasts

frá og með næstu áramótum

5.Október'19 | 05:43
plast_floskur

Mynd/úr safni

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti að frá og með næstu áramótum verði það stefna Vestmannaeyjabæjar að hætta notkun einnota plasts hjá stofnunum bæjarins.

Bæjarstjórn lagði fyrir umhverfis- og skipulagsráð að vinna með forstöðumönnum stofnana bæjarins að því að minnka innkaup á einnota plasti og stefna að því að hætta alfarið notkun þess í náinni framtíð.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar samþykkti ráðið að skipa starfshóp sem mun vinna þetta í skrefum og í samvinnu með forstöðumönnum stofnanna Vestmannaeyjabæjar. Ráðið leggur til að einn fulltrúi verði úr umhverfis- og skipulagsráði auk starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Ráðið óskar jafnframt eftir tilnefningu um fulltrúa úr fræðsluráði.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.