Jóhann Guðmundsson einn eiganda The Brothers Brewery skrifar um samgöngur á milli lands og Eyja:

„Erum á hraðri leið að verða bara sumarbúsetu sveitarfélag”

3.Október'19 | 21:58
IMG_5690

Jóhann segir að ef nýtt skip getur ekki siglt við þær aðstæður sem voru í gærkvöldi þá telur hann það vera afturför að taka við þessu skipi. Ljósmynd/TMS

Jóhann Guðmundsson skrifar athyglisverða færslu á facebook-síðu sína nú í kvöld. Jóhann hefur ásamt öðrum hef tekið þátt í uppbyggingu í ferðaþjónustu í Eyjum fyrir hundruði milljónir króna. 

Nú telur hann að bæði forsendur fyrir búsetu sinni og þeirri uppbyggingu í ferðaþjónustu sem hann ásamt félögum hans hafa unnið að í Eyjum séu brostnar, nema yfir sumarmánuðina.

Pistill Jóhanns í heild sinni:

Í gærkvöldi setti Vestmannaeyjaferjan Herjólfur - Westman Island ferry inn tilkynningu þess efnis að þeir ætluðu að fella niður síðustu ferð dagsins vegna öldu og slæms veðurs en yfirleitt helst þetta tvennt einmitt í hendur.

Ég commentaði við innleggið þar sem ég spurði einfaldar spurningar um það hvað hafi breyst frá því að okkur var kynnt nýtt skip því allar kynningar á nýju skipi voru að skipið gæti siglt við allt að 3,5m ölduhæð en í gær var aldan 2,7-3,2m á þeim tíma sem ferðin átti að vera farin. Innlegginu var svo eytt nú í morgunn þannig að ég fékk aldrei svar við spurningunni. 

Ég ásamt öðrum hef tekið þátt í uppbyggingu í ferðaþjónustu í Eyjum fyrir hundruði milljóna en ákvarðanir um þá uppbyggingu hafa verið teknar með forsendur sem okkar hafa verið kynntar. Nú er ljóst að þær forsendur standa ekki og því ljóst að einhver þarf að bera ábyrgð. Ef nýtt skip getur ekki siglt við þær aðstæður sem voru í gærkvöldi þá myndi ég í raun telja það vera afturför að taka við þessu skipi því ég er einn af þeim aðilum sem verða að liggja í koju og kæri mig ekki um að liggja ælandi við hliðina á öðru fólki þannig að ég tek alltaf 2manna klefa. Það er ekki hægt með nýju skipi þannig bæði forsendur fyrir búsetu minni og þeirri uppbyggingu í ferðaþjónustu sem ég ásamt mínum félögum hef unnið að í Eyjum er brostnar nema yfir sumarmánuðina.

Ég elska Eyjar og tala ítrekað um paradís við ferðamenn sem heimasækja okkur en því miður miðað við þetta þá erum við á hraðri leið að verða bara sumarbúsetu sveitarfélag.

Hér eru svo linkar á nokkrar kynningar:

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).