Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast

2.Október'19 | 13:53
vestm_b_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. Lífeyrissjóðurinn fjárfesti í Novus fyrir tveimur árum og hlutaféð hefur nánast þurrkast út. 

Stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslum tveggja sjóða á mánudag, segir í frétt á fréttavefnum Vísi.

Fjárfestu við fyrir hundrað milljónir í Gamma Novus í lok árs 2013

Þar segir ennfremur að gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma, eða Gamma:Novus og Gamma:Anglia, hafi verið fært verulega niður á mánudag. Þannig fór gengi í Gamma:Novus frá því að vera 183,7 í að vera metið á tveir og gengi í Gamma:Angla úr 105 í 55. Novus er fasteignafélag sem heldur utan um byggingar hér á landi en Anglia hefur fjárfest í fasteignaþróunarverkefnum í Bretlandi. Meðal þeirra sem hafa fjárfesti í þessum sjóðum eru íslenskir lífeyrissjóðir. Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, segir að niðurfærslan í Gamma:Novus hafi valdið miklum vonbrigðum.

„Í árslok 2013 fjárfestum við fyrir hundrað milljónir í Gamma Novus og í árslok 2013 fáum við endurgreiðslu í formi sölu upp á 34 milljónir króna. Þannig að nettó staðan er 66 milljónir. Verðmatið samkvæmt gengi fer úr 155 milljónum í 1,7 milljónir,“ segir Haukur.

Ekki nægjanlegar skýringar

Þá kemur fram í frétt Vísis að nýir stjórnendur Gamma hafi sent fjárfestum skýringar á niðurfærslunni á mánudaginn en þar kemur fram að ástæðan sé að framvinda verkefna hafi verið ofmetin. Framkvæmdakostnaður yfir áætlunum. Ekki hafi verið að fullu tekið tillit til fjármagnskostnaðar félagsins vegna skuldabréf og þróun um söluverð íbúða og þróunareigna hafi verið endurmetin.

„Augljóslega eru þetta ekki nægjanlegar skýringar og við tökum málið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi sjóðsins í hádeginu. Eðlilega viljum við fá nánari skýringar,“ segir Haukur, sem telur niðurfærsluna ekki standast.

„Við lítum á málið mjög alvarlegum augum og það er ekkert sem við sjáum að geti valdið því að þetta fari svona mikið niður nánast í ekki neitt.“

Skoða að kæra málið

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, taldi þörf á rannsókn á niðurfærslu sjóðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Haukur segir að eftirlit með fjármálamarkaði geti stigið inn.

„Ég bendi á að Fjármálaeftirlitið sem á að sinna þessum störfum. Við eigum eftir að taka ákvörðun um hvort við kærum málið.“

 

Vísir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%