Gamli Herjólfur siglir til Þorlákshafnar ef ófært verður til Landeyjahafnar

2.Október'19 | 10:18
gamli_herj

Gamli Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar. Mynd/TMS

Farþegum Herjólfs er góðfúslega bent á að bæði veður og sjólag er ekki hagstætt næstu daga. 

Farþegar sem ætla sér að ferðast á morgun og næstu daga, eru því beðnir um að fylgjast vel með gangi mála á miðlum Herjólfs, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Sjá einnig: Hvassviðri og hækkandi ölduhæð

Í ljósi þess að margar bókanir eru um helgina í Herjólf, hefur verið ákveðið að sigla Herjólfi III til Þorlákshafnar ef ófært verður til Landeyjahafnar. Er það gert til þess að geta boðið sem flestum farþegum upp á gistipláss þar sem talsverð hreyfing gæti verið á sjóleiðinni.

Við óskum þess að þessari ákvörðun sé sýndur skilningur, en hún er einungis tekin með hagsmuni farþega í huga, segir enn fremur í tilkynningunni.

Um helgina er stórt handboltamót hér í Eyjum hjá 12 og 13 ára börnum. Búist er við 450 manns hingað til Eyja í tengslum við mótið.

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.