Fasteignagjöld:

Álagning hefur nær tvöfaldast á átta árum

2.Október'19 | 06:30
yfir_vestm

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja síðastliðinn fimmtudag var til umræðu og afgreiðslu breytingar á fasteignagjöldum. Bæði minni- og meirihluti bókuðu um málið.

Í bókun frá bæjarfulltrúum minnihlutans segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsi yfir ánægju með að tillaga þeirra sem lögð var fram í bæjarstjórn í júní um að sveitarfélagið axli ábyrgð og komi í veg fyrir íþyngjandi hækkun á fasteignagjöldum, hafi náð fram að ganga. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa einnig yfir ánægju með að verið sé að draga úr álögum á atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu.

Í kjölfarið bókaði meirihluti H- og E-lista eftirfarandi: Bæjarstjórn lækkaði álagsprósentu á fasteignaskatti á íbúðarhúsnæði fyrir árið 2019 úr 0,35% í 0,33%. Nú leggur bæjarráð undir forystu E og H lista til að álagsprósenta á fasteignaskatti á íbúðarhúsnæði fyrir árið 2020 verði lækkað í 0,291% og álagning á atvinnuhúsnæði verði lækkað í 1,55% í stað 1,65% frá fyrra ári. Á síðustu tveimur kjörtímabilum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sem nú er í minnihluta var fasteignaskattur einu sinni lækkaður fyrir íbúðarhúsnæði úr 0,42% í 0,35% fyrir árið 2016.

Hafa ber í huga að árið 2010 var álagning á íbúa 43.708 kr. en árið 2018 komið í 84.449 kr. á íbúa og álagning tæplega tvöfaldast á þessu tímabili. Álagning á atvinnuhúsnæði hefur ekki verið lækkuð á ofangreindu tímabili fyrr en nú. Núverandi meirihluti E og H lista leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórnun en mun við fjárhagsáætlunargerð næsta árs halda áfram að láta fara saman eins lágar álögur og mögulegt er á bæjarbúa og eins hátt þjónustustig og mögulegt er samhliða.

Að endingu kom fram önnur bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þar sem þau vilja minna á að í stjórnartíð þeirra felldi bæjarstjórn niður fasteignaskatt að fullu á stóran hóp bæjarbúa, eldri borgara sem er nú búið að setja aftur á af meirihluta H- og E- lista. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir og reka sveitarfélagið á ábyrgan og hagkvæman máta til að skapa þær aðstæður sem nú eru til staðar til að lækka álögur á íbúa.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%