Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason skrifa:

2020 er ár tækifæra

2.Október'19 | 11:09
vestm_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Eftirfarandi eru tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir fjárhagsáætlunargerðar ársins 2020:

  • Skattalækkun: Lagðar verði til sviðsmyndir að útsvarslækkun en nauðsynlegt er að halda álögum á íbúa í lágmarki. Allir útsvarsgreiðendur njóta góðs af slíku óháð því hvaða þjónustu þeir sækja til sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn telur að sem mestur hluti af sjálfsaflafé fólks sé best varið í þeirra eigin höndum. 
  • Efla flugið: Unnið verði markvisst að markaðssetningu flugvallarins okkar. Flugsamgöngur hafa átt undir högg að sækja sökum bættra sjósamgangna á undanförnum árum, en undirrituð telja sóknarfæri til staðar og nauðsynlegt sé að efla flugið eins og kostur er.

Lögð verði við fjárhagsáætlunargerð áhersla m.a. á framkvæmdir sem stuðla að aukinni tómstundaþátttöku, heilsueflingu og fjölskylduvænni afþreyingu á borð við:

  • Byggt við Hamarskólann: Með það að markmiði að sameina Tónlistarskólann, frístundarverið og Hamarskólann undir sama þak. 

 

  • Gervigrasvöllur: Hafin verði undirbúningsvinna við að setja upp upphitaðan gervigrasvöll í Vestmannaeyjum. 

 

  • Göngustígagerð: Aukin kraftur settur í göngustígagerð fyrir gangandi vegfarendur um alla eyju.

 

  • Blakvöllur: Hugað verði að fleiri heilsueflandi afþreyingamöguleikum á borð við útiblakvöll í miðbænum, sem gæti verið staðsettur sunnan við Ráðhúsið. 

 

  • Tónlist ungs fólks: Stutt verði við að finna vímuefnalausan og öruggan stað fyrir ungmenni til að stunda tónlist í frítíma.

Á undanförnum þremur kjörtímabilum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt mikla áherslu á niðurgreiðslu skulda sveitarfélagsins, hagræðingu rekstrar, ásamt því að veita öfluga og fjölbreytta þjónustu við bæjarbúa. Sú stefna hefur skilað sveitarfélaginu í fremstu röð hvað varðar m.a. efnahagslegan styrk og stöðugleika sem er forsenda framfara og bættrar þjónustu.

 

Helga Kristín Kolbeins

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Trausti Hjaltason

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...