Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

Nýr forstjóri tekur við í dag

1.Október'19 | 07:58
hsu_eyjum

Starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Í dag tekur nýr forstjóri við á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Nýi forstjórinn heitir Díana Óskarsdóttir og var hún skipuð forstjóri til næstu fimm ára af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Díana er með BS gráðu í geislafræði, meistarapróf í lýðheilsuvísindum og hefur að auki stundað nám í stjórnun og rekstri á sviði heilbrigðisþjónustu. Frá árinu 2015 hefur hún gegnt starfi deildarstjóra á röntgendeild Landspítalans, samhliða lektorsstöðu við Háskólann í Reykjavík. Áður starfaði hún í sjö ár sem geislafræðingur hjá Hjartavernd auk þess að vera námsbrautarstjóri í lektorsstöðu við Háskóla Íslands í tíu ár. Díana hóf fyrst störf sem geislafræðingur árið 1990 og hefur frá þeim tíma meðal annars unnið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Landspítalanum og hjá Geislavörnum ríkisins.

Díana tekur við embættinu af Herdísi Gunnarsdóttur sem hefur veitt Heilbrigðisstofnun Suðurlands forstöðu síðastliðin fimm ár. Í pistli á vef HSU kveður Herdís samstarfsfólk sitt og færir þeim hugheilar þakkir fyrir gefandi, faglegt og skemmtilegt samstarf í þau 5 ár sem hún hefur verið í embætti forstjóra hjá HSU.

Tags

HSU

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.