Ísfélagið: Fyrsti síldarfarmurinn til Eyja

1.Október'19 | 12:49
Sigurdur VE 15 2

Sigurður VE í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/Ellert Scheving

„Við reiknum með Sigurði til Eyja á morgun, miðvikudag með 12-1300 tonn af norsk-íslenskri síld.” segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja í samtali við Eyjar.net.

Hann segir jafnframt að þetta sé fyrsti síldarfarmurinn hjá Ísfélaginu til Eyja. „Fram að þessu hafa Heimaey og Sigurður landað um 5000 tonnum á Þórshöfn enda mun styttri sigling þangað af miðunum.

Vonandi verður síldin áfram nálægt landgrunninu fyrir austan og veiðar góðar eins og undanfarið, þá ætti að ganga vel á kvótann sem er um 20.000 tonn hjá Ísfélaginu. Við reiknum með fleiri förmum til Eyja í framhaldinu ef vel gengur að veiða.” segir Eyþór.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.