Helgi samdi til þriggja ára

1.Október'19 | 18:45
Helgi_sig_youtube

Helgi Sigurðsson

Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu. Skrifaði hann undir samning til þriggja ára við félagið síðdegis í dag.

ÍBV átti afleitt sumar þar sem félagið fékk aðeins tíu stig og var 17 stigum frá öruggu sæti í efstu deild að ári. Liðið féll því í næst efstu deild ásamt Grindavík sem fékk tvöfalt fleiri stig en ÍBV í deildinni.

Hinn 45 ára gamli Helgi þjálfaði lið Fylkis og stýrði þeim í áttunda sæti sömu deildar í sumar þar sem liðið fékk 28 stig. Helgi hefur þjálfað Fylki undanfarin þrjú ár og byrjaði hann sinn feril þar á því að stýra liðinu til sigurs í næst efstu deild sumarið 2017. Síðustu tvö tímabil lenti liðið í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar sem þótti ekki nógu gott og var því ákveðið að framlengja ekki samning Helga í Árbænum.

Hann hefur nú tekið við ÍBV til næstu þriggja ára og freistar þess að koma liðinu í deild þeirra bestu á ný.

 

Ruv.is greindi frá.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.