Nýi Herjólfur lagður af stað heim

- náðist að klára að mestu það sem lá fyrir að gera í slippnum

30.September'19 | 06:54
IMG_5722

Herjólfur lagði af stað eldsnemma í morgun. Ljósmynd/TMS

„Herjólfur lagði af stað frá Akureyri nú í morgunsárið og mun hafa viðkomu í Hafnarfirði þar sem bjargbúnaðinum verður komið fyrir að nýju.” segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

„Um leið og því er lokið mun Herjólfur halda heim og taka við áætlanasiglingum milli Eyja og lands.” segir hann.

Að sögn Guðbjarts náðist að klára að mestu það sem lá fyrir að gera. „Viðgerð á pilothurð frestast eitthvað þar sem rangir varahlutir í læsingu komu til landsins og ekki tókst að fá nýja í tæka tíð. Þetta mun ekki hefta að ferjan fari í áætlun. Jafnframt á eftir að vinna frekar að fínstillingum á stjórnbúnaði og verður það gert samhliða siglingum ferjunnar.”

Hann segir að ekki liggi fyrir hvenær Herjólfur III fer í slipp. „Það er unnið að útboðslýsingu og tilboðsgerð í verkefnin og því engar tímasetningar fyrirliggjandi hvenær af slipptöku verður.”

Sjá einnig: Slipptaka gamla Herjólfs ræðst af því að nýi Herjólfur geti sinnt öllu sínu

Skjáskot/Marine traffic (kl. 6.50)

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.