Slipptaka gamla Herjólfs ræðst af því að nýi Herjólfur geti sinnt öllu sínu

28.September'19 | 10:30
IMG_5744

Nýi Herjólfur er væntanlegur til Eyja í næstu viku. Ljósmynd/TMS

Nýi Herjólfur er væntanlegur til Vestmannaeyja í næstu viku. Í kjölfarið stóð til að gamli Herjólfur færi einnig í slipp. Ekki er þó búið að fastsetja tímasetningu á því.

Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar er ekki búið að ákveða það og ræðst það af því að nýi Herjólfur geti sinnt öllu sínu.

Nýjar kojur í undirbúningi

Aðspurður um hvort Þorlákshöfn verði tilbúin fyrir nýja Herjólf segir G. Pétur hana ekki alveg tilbúna ennþá. „Ný dekk verða sett upp á bryggjuna eftir helgi auk þess sem verið er að klára aðlögun á ekjubrúnni.”

Eyjamenn hafa einnig velt mikið fyrir sér hvort ekki eigi að bæta við kojum í nýja skipið eins og talað hafði verið um. G. Pétur segir að það komi nýjar kojur og það sé nú í undirbúningi.

Reiknað með að dýpkunartímabilið verði lengt

Varðandi Landeyjahöfn og hvernig dýpkun verður háttað í vetur í Landeyjahöfn segir hann að málið sé í undirbúningi en reiknað sé með að dýpkunartímabilið verði lengt. En eins og samningurinn við Björgun er nú - er dýpkað á ákveðnum tímabilum. Nú til að mynda hófst dýpkun þann 15. september og stendur til 15. nóvember og svo ekki aftur fyrr en í mars.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri greindi frá því á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn að í vinnslu væri að fá betri skipakost til dýpkunar. G. Pétur segir það í skoðun en ekki sé komin nein niðurstaða í það mál.

Hvað varðar frekari framkvæmdir við höfnina, segir upplýsingafulltrúinn að það sé ekki annað á döfinni núna en að prófa dælubúnaðinn eins og til stóð.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).