Seg­ir ör­yggi í for­grunni þegar staðsetn­ing er valin

28.September'19 | 17:09
heimakl_flugljos_svavar_st_ads_2

Ljósmyndir/Svavar Steingrímsson

Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri flug­valla­sviðs Isa­via, seg­ir ör­yggi í for­grunni þegar staðsetn­ing sól­ar­orku­stöðvar á Heimakletti verður val­in. 

Enn sé til skoðunar að leggja frek­ar raf­magn­skap­al, eins og sjálf­stæðis­menn í bæj­ar­stjórn hafa lagt til. Þetta segir Sigrún í samtali við mbl.is í dag, og er haft eftir henni að ekki sé meitlað í stein að sól­ar­orku­stöðin verði á toppi Heimakletts.

Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudag og þar var felld tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þar sem segir að í ljósi þess að vel er hægt að leysa umrætt mál með mun minna sjónrænu inngripi með lagningu nýs rafmagnskapals leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að Isavia leysi umrætt mál með lagningu rafmagnskapals að flugljósi á toppi Heimakletts þar sem upprunalega samþykkt staðsetning sólarorkustöðvar hugnast stofnuninni ekki lengur.

Í viðtalinu við Sigrúnu Björk  er haft eftir henni að Isavia telji það aðal­málið að þessi stöð sé staðsett þannig að það sé hægt að þjón­usta hana. „Sú staðsetn­ing sem Vest­manna­eyja­bær hef­ur lagt til er í mjög mik­illi brekku. Þarna þarf að fara upp með var­araf­geyma og annað sem eru 20-30 kíló og það er ekki hægt að leggja það á starfs­menn að fara að at­hafna sig í þess­um halla,“ seg­ir Sigrún.

Sjá einnigNáttúruspjöll ISAVIA á Heimakletti

„Vanda­málið er að þetta er ekki bara ein­skipt­is aðgerð, það þarf að þjón­usta hana næstu árin og það er það sem við erum að tryggja, að ör­yggi starfs­manna sem þjón­usta stöðina sé haft í fyr­ir­rúmi. Þess vegna þurf­um við að velja stað í sam­ráði við bæ­inn og Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­ey­inga um það hvar sé hægt að finna stað sem þjón­ar báðum hags­mun­um. Sé ör­uggt að vinna við, sé ör­uggt að setja upp og sé ör­uggt að viðhalda.“

Kann­ast ekki við graf­irn­ar

Málið er þannig vaxið að Isa­via þarf að tryggja flug­ljósi á toppi Heimakletts raf­magn fyr­ir ör­ugg­ar flug­sam­göng­ur. Þar er nú raf­magn­skap­all sem hef­ur tryggt ljós­inu raf­magn en í hon­um hef­ur komið upp ólag­fær­an­leg bil­un. Isa­via hef­ur verið gert að fjar­lægja gamla kap­al­inn og því taldi bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, Hild­ur Sól­veig­ Sig­urðardótt­ir, ekki úr vegi að nýr kap­all væri lagður um leið. 

„Það er eitt­hvað sem við þurf­um bara að skoða. Þegar það er kom­in niðurstaða í þetta mál göng­um við eins vel frá og við get­um,“ seg­ir Sigrún. 

Hild­ur sagði að Isa­via hefði sagt of kostnaðarsamt að leggja nýj­an kap­al. Um það seg­ir Sigrún: „Kostnaður­inn skipt­ir engu máli í þessu sam­bandi. Það eina sem við erum að hugsa um er að þetta virki og þarna sé ör­uggt að at­hafna sig í framtíðinni.“

Isa­via gróf tvær graf­ir á toppi Heimakletts í óleyfi að sögn Hild­ar. 

„Þetta kann­ast ég ekki við. Það get­ur vel verið að það hafi verið gerð ein­hver prufustaðsetn­ing. Ég veit það ekki. Þetta er eitt­hvað sem ég þekki ekki en ef það er eitt­hvað sem þarf að ganga frá þá mun­um við ganga frá því. Við mun­um ekki skilja eft­ir nein lýti eða neitt þess hátt­ar,“ seg­ir Sigrún. Björg­un­ar­fé­lag Vest­manna­eyja hef­ur séð um fram­kvæmd­ina fyr­ir Isa­via. 

Sigrún seg­ir að stefnt sé að því að finna var­an­lega lausn eins fljótt og hægt er. „Þegar við erum búin að ná sam­komu­lagi við bæ­inn um það hvar þessi staðsetn­ing geti verið. Við þurf­um að fá þyrlu til að hjálpa okk­ur við að staðsetja raf­stöðina svo þetta kall­ar á aðkomu nokkuð margra.“

 

Unnið uppúr frétt mbl.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).