Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt:

Vestmannaeyjar í öllum sínum margbreytileika

Konný, Ruth og Sísí í Einarsstofu á morgun, laugardag kl. 13:00

27.September'19 | 20:14
Ljósmyndari Ruth

Ljósmynd/Ruth Zohlen

Þriðja dagskráin af fyrirhuguðum þrettán undir heitinu Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram þriðja laugardaginn í röð.

Að þessu sinni sýna þrjár konur sem allar eru þekktar sem ljósmyndarar til margra ára eða fremur áratuga, þær Laufey Konný Guðjónsdóttir, Ruth Zohlen og Sigríður Högnadóttir.

Myndefnið er Vestmannaeyjar í öllum sínum margbreytileika og það er óhætt að lofa því að Konný, Ruth og Sísí fanga hver með sínum hætti undursamleika eyjanna.

Landslagsmyndir, tví- og ferfætlingar sem deila sömu jörðinni, litir og skuggar sem bregða á leik og hamskiptin þar sem vetur og sumar bera fram ólíkar ásjónur sama staðar.

Öllu þessu er teflt saman í ljósmyndasýningu þeirra þriggja og er ástæða til að hvetja sem allra flesta til að mæta og horfa á. Af gefnu tilefni er rétt að ítreka að um er að ræða ljósmyndir sem rúlla á sýningartjaldi og aðeins um þessa einu sýningu að ræða.

Dagskráin er í boði afmælisnefndar Vestmannaeyjabæjar í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli.

Ljósmyndari_Sísí_ads

Mynd/Sigríður Högnadóttir

Ljósmyndari_Konný_ads

Mynd/Laufey Konný Guðjónsd.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-