Vestmannaeyjabær:

Mannabreytingar í nefndum og ráðum

27.September'19 | 13:30
baejarstj_fundur

Frá fundi bæjarstjórnar. Mynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var kosið í ráð, nefndir og stjórnir sveitarfélagsins. Helst bar þar til tíðinda að Guðjón Örn Sigtryggsson fer út úr öllum nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar.

Í afgreiðslu bæjarstjórnar segir:

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands: Viktor Ragnarsson kemur inn sem aðalamaður í stað Guðjóns Arnars Sigtryggssonar. Svanhildur Guðlaugsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Viktors Ragnarssonar. 

Hörður Þórðarson kemur inn sem varamaður í umhverfis- og skipulagsráð í stað Guðjóns Arnars Sigtryggssonar. Skólanefnd framhaldsskólans: Kári Bjarnason kemur inn sem aðalmaður í stað Guðjóns Arnars Sigtryggsonar.

Allt ofangreint var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Minnihlutinn vildi fá formennsku í fræðsluráði

Þá var kosinn formaður og varaformaður fræðsluráðs. Tillaga kom frá bæjarfulltrúum D-lista Þar segir að þar sem fyrir liggi að breyta eigi um formennsku í ráði sveitarfélagsins leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að fulltrúa Sjálfstæðisflokksins verði veitt formennska í fræðsluráði. 

Þetta er lagt til í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi flokka í sveitarfélaginu. Slík ráðstöfun myndi tryggja aukið lýðræði, bætt samstarf og aukna valddreifingu við stjórn Vestmannaeyjabæjar en slíkt fyrirkomulag þekkist t.d. í störfum Alþingis þar sem stjórnarandstöðuflokkar fengu við upphaf þings formennsku í 3 nefndum.

Lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til við bæjarstjórn Vestmannaeyja að Ingólfur Jóhannesson verði formaður fræðsluráðs.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum H- og E-lista gegn 3 atkvæðum D-lista.

Tilnefndur var frá H- og E-lista var Elís Jónsson. Elís var kosin formaður með 4 atkvæðum H- og E-lista, bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðslu. 

Arna Huld Sigurðardóttir var kosin varaformaður með sjö samhljóða atkvæðum. Hildur Sólveig Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun: 

Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þykir miður að meirihlutinn felli tillögu Sjálfstæðisflokksins í viðleitni sinni að auka samstarf, auka lýðræði og auka valddreifingu og hunsi þannig stærsta stjórnmálaaflið i sveitarfélaginu og þar með vilja kjósenda. Það er ekki óeðlilegt í lýðræðisríki að sá stjórnmálaflokkur sem mest fylgi fær í lýðræðislegum kosningum, fái formennsku í nefndum. Sjálfstæðisflokkur lýsir sig áfram ávallt reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að taka formennsku í ráði ef til hans verður leitað, segir í bókun Sjálfstæðisflokksins.

Kosið í öldungarráð og samráðshóp

Öldrunarráð skv. 38.gr. laga félagsþjónustusveitarfélaga nr. 40/1991. Aðalmenn: Sólrún Erla Gunnarsdóttir Una Sigríður Ásmundsdóttir Andrea Guðjónsdóttir Varamenn: Jón Pétursson Guðrún Jónsdóttir Guðríður Ásta Halldórsdóttir.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks skv. 42 . gr. laga um félagsþjónustu nr. 40/1991. Aðalmenn: Hrefna Jónsdóttir Bjarni Sigurðsson Herdís Hermannsdóttir Varamenn: Kristín Ósk Óskarsdóttir Svavar Valtýr Stefánsson Soffía Valdimarsdóttir.

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Helga Jóhanna Harðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun: Það er ánægjulegt að samráðshópur fyrir málefni fatlaðs fólks sé orðinn til. Því ber að fagna þar sem þetta er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þennan hóp að hafa rödd og aðkomu að sínum málum. 

 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.