Aðalfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja:

Breytingar á stjórn og starfsemi

- sextán fyrirtæki og stofnanir með aðsetur í Þekkingarsetrinu

27.September'19 | 06:45
fiskidja_2019_03_satur

Þekkingarsetrið flutti á aðra hæð Fiskiðjunnar í byrjun árs á fyrra. Ljósmynd/TMS

Aðalfundur Þekkingarseturs Vestmannaeyja var haldinn í vor. Töluverðar breytingar voru bæði á starfsemi félagsins í fyrra og einnig voru töluverðar breytingar á stjórn félagsins.

Í árskýrslu stjórnar stiklaði Arnar Sigurmundsson, varaform. stjórnar ÞSV  á stóru í starfsemi stjórnar og félagsins árið 2018. Fram kom í máli Arnars að árið hafi verið viðburðaríkt í starfsemi ÞSV. Flutt var í nýtt húsnæði og það formlega tekið í notkun 26. janúar 2018.

„Umtalsverður stofnkostnaður, sumt einskiptis, fylgir flutningi í nýtt húsnæði og kemur það greinilega fram í ársreikningi 2018. Starfsemin hefur gengið vel í nýju húsnæði og miklir möguleika til framtíðar. Árið 2019 verður einnig ár mikilla breytinga í starfsemi ÞSV. Verkefni koma og breytast en Sæheimar loka á árinu og verkefni ÞSV fyrir ferðaþjónustuna munu minnka mikið.

Ætla má að samstarfið við Merlin bæti það eitthvað upp. Áformað er að taka í notkun nýtt geymsluhúsnæði og blautrými til rannsókna fyrir þSV og nokkra samsarfsaðila næsta haust en framkvæmdir eru í gangi. Aðalfundur S-30 fasteignafélags ehf. – sem er alfarið í eigu ÞSV var haldinn 2. apríl 2019 – Félagið sem hélt utan um útboðsverk og framkvæmdir á 2. hæð Fiskiðjunnar hefur gert upp við alla verktaka þ.m.t. geymslugjöld vegna útboða.

Hlutafé var lækkað á aðalfundi úr 4,5 millj. kr. í 0,5 millj. kr. – og eigið fé rennur til ÞSV, en það er nú um 8,5 millj. kr. Sveinn Margeirsson, verkfræðingur fráfarandi stjórnarmaður ÞSV tók að sér að vinna SVÓT greiningu og úttekt á starfsemi ÞSV og hefur verið gengið frá samningi um umfang og kostnað. Fram kom að áformað er að Sveinn fundi með nýrri stjórn ÞSV í byrjun júní. Fyrir liggur að þrír stjórnarmenn munu hætta á þessum aðalfundi vegna breytinga í starfsumhverfi viðkomandi. Elliði Vignisson , fyrrv. bæjarstjóri í Vestm., form. stjórnar frá stofnun ÞSV 23. jan. 2008, Sveinn Margeirsson kom í stjórn 2011 og Thelma Hrund Kristjánsdóttir 2016, Er þeim öllum þakkað fyrir gott starf í þágu ÞSV á liðnum árum.”

Aðstaðan að einhverju leyti strax orðin takmarkandi

Páll Marvin Jónsson, frkvstj. fór yfir starfsemi ÞSV árið 2018. Fram kom í máli framkvæmdastjóra að hið nýja húsnæði hafi reynst vel og almenn ánægja sé með aðstöðuna. Einnig kom fram að mikill áhugi hafi verið hjá fyrirtækjum og stofnunum að koma inn í aðstöðuna og að framhalds- og fjarnemar hefðu nýtt sér aðstöðuna vel.

„Í dag eru alls sextán fyrirtæki og stofnanir með aðsetur í Þekkingarsetrinu og eru starfsmenn komnir yfir 30. Það er því mjög fjölbreytt starfsemi sem fer fram innan veggja gömlu Fiskiðjunnar í dag og töluvert frábrugðin þeirri starfsemi sem var hér áður. Fram koma að mikil verðmæti væru fólgin í þekkingarsamfélagi sem þessu fyrir landsbyggðina og sér í lagi fyrir byggðarlög líkt og Vestmannaeyjar þar sem atvinnulífið er einhæft. Aðstaðan er þó að einhverju leyti strax orðin takmarkandi og því mikilvægt að horfa fram á veginn, ákveða næstu skref og móta stefnu til framtíðar. Segja má að árið 2018 hafi að miklu leyti snúið að því að koma starfseminni fyrir og síðan aðlagast hinu nýja húsnæði. Samhliða því hafa framkvæmdir á jarðhæð hússins verið fyrirferðamiklar en þar opnaði nú nýverið gestastofa undir merkjum Sealife Trust. Þekkingarsetrið hefur komið á margvíslegan hátt að þessu gríðarlega stóra verkefni allt frá byrjun þess eða frá árinu 2016.”

Rekstrartap upp á 4,7 milljónir

Heildartekjur námu 126.4 millj. kr., á móti 119,6 millj. kr. 2017. Helstu ástæður eru hærri leigutekjur af húsnæði að Ægisgötu 2, hækkun á öðrum rekstrarkostnaði milli ára er að sama skapi að mestu tilkomin vegna hærri húsaleigu. Niðurstaða ársins er rekstrartap upp á 4,7 millj. kr. Niðurstaða efnahagsreiknings 31. des. 2018 er kr. 79.531.940, þar af eigið fé 54.580.617

Ný stjórn kjörin

Töluverðar breytingar urðu á stjórn ÞSV vegna breytinga á starfshögum viðkomandi stjórnarmanna. Borin var upp tillaga að stjórn og varastjórn og þar sem engin mótframboð bárust var ný stjórn sjálfkjörin og samþykkt með lófaklappi.

Stjórn ÞSV fyrir komandi starfsár er eftirfarandi: Arnar Sigurmundsson, frkvstj. form. stjórnar Visku, Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor á umhverfis- og auðlindasviði HÍ, Ívar Atlason, svæðisstjóri HS-veitna, Njáll Ragnarsson, útibússtjóri Fiskistofu, Páll Guðmundsson, frkvstj. Hugins ehf, Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Sæunn Stefánsdóttir, forstöðum. Fræðasetra Háskóla Ísl. Í varastjórn eru Örvar Arnarson, fjármálastjóri Ísfélags Vm. hf og Guðný Óskarsdóttir, Drífandi Stéttafélagi.

Þóknun til stjórnar og endurskoðanda

Aðalfundurinn samþykkti tillögu um þóknanir til stjórnarmanna, kr. 100 þús. á ári á mann fyrir liðið starfsár og 20 þús. kr. fyrir hvern setinn stjórnarfund. Formaður fær tvöfalda þóknun og varaform. 50% álag á þóknun stjórnarmanns, en þeir sitja báðir í framkvæmdaráði ÞSV og er ekki frekar en áður greidd þóknun fyrir setu í framkvæmdaráði ÞSV. Varastjórn fær kr. 20 þús. fyrir hvern setinn stjórnarfund. Haldnir voru fjórir formlegir stjórnarfundir frá síðasta aðalfundi ÞSV , en framkvæmdaráð hélt fjölmarga fundi. Eru þetta sömu þóknanir voru greiddar hafa verið undanfarin ár. Tillagan var samþykkt mót atkvæðalaust.

Rekstraráætlun ÞSV 2019

Páll Marvin Jónsson, frkvstj. gerði grein fyrir rekstraráætlun 2019. Nokkrar breytingar verða á rekstrinum árið 2019 þar sem að samningur við Vestmannaeyjabæ vegna ferðamála var ekki endurnýjaður og þar sem að rekstri Sæheima verður hætt nú 30. apríl er gert ráð fyrir töluvert minni veltu en á árinu 2018. Niðurstöður áætlunar fyrir 2019 gera ráð fyrir hagnaði að fjárhæð um 3,3 millj. kr. Nokkur óvissa er enn um kostnað og útselda vinnu vegna jarðhæðar að Ægisgötu 2 en annar rekstur ætti að vera í nokkuð föstum skorðum. Rekstur þjónustuskrifstofu breytist að því leyti til að mat- og kaffistofa sem áður var rekin af starfsmannafélagi ÞSV er nú fallin undir rekstur ÞSV, segir m.a í fundargerð aðalfundar Þekkingarsetursins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.