Bæjarráð Vestmannaeyja:

Forsendur fjárhagsáætlunar 2020 samþykktar

26.September'19 | 06:30
vestm_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Fjárhagsáætlun 2020 var til umræðu á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Forsendur og tímarammi fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar voru lagðar fyrir bæjarráð. Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar fór yfir forsendur og tímaramma fjárhagsáætlunar.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi forsendur fyrir fjárhagsáætlun 2020.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu lagði fram eftirfarandi bókun vegna áætlunarinnar:

Á undanförnum þremur kjörtímabilum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt mikla áherslu á niðurgreiðslu skulda sveitarfélagsins, hagræðingu rekstrar, ásamt því að veita öfluga og fjölbreytta þjónustu við bæjarbúa. Sú stefna hefur skilað sveitarfélaginu í fremstu röð hvað varðar m.a. efnahagslegan styrk og stöðugleika sem er forsenda framfara og bættrar þjónustu.

Eftirfarandi eru tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins inn í upphaf fjárhagsáætlunarvinnu þegar forsendur fjárhagsáætlunargerðar ársins 2020 eru lagðar fram:


1)
Nauðsynlegt er að halda álögum á íbúa í lágmarki. Allir bæjarbúar njóta góðs af lækkun útsvars óháð því hvaða þjónustu þeir sækja til sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn telur að sem mestur hluti af sjálfsaflafé fólks sé best varið í þeirra eigin höndum og skattgreiðendur hafi frelsi til að ráðstafa því að eigin vild. Því leggur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins til að við fjárhagsáætlunarvinnu verði skoðaðar mismunandi sviðsmyndir að varfærinni útsvarslækkun.

2)
Farið verði í undirbúning og hönnun viðbyggingu við Hamarsskólann með það að markmiði að þar rúmist framtíðarstarfsemi Tónlistarskóla Vestmannaeyja og frístundaúrræði bæjarins. Þar verði einnig gert ráð fyrir m.a. hátíðarsal og bættri aðstöðu mötuneytis nemenda. Húsnæði Tónlistarskólans þarfnast verulegra endurbóta ásamt því að bæta þarf aðstöðu í Hamarsskóla. Mikil samlegðaráhrif og rekstrarhagræðing gæti áunnist með því að hafa starfsemi þessara þriggja eininga undir sama þaki, m.a. með lækkuðum rekstrarkostnað húsnæðis, hagkvæmara starfsmannahaldi osfrv. Eins gæti fyrirkomulagið boðið upp á betri yfirsýn yfir málaflokkinn, samfelldara nám barna og mögulega veitt fjölskyldum fleiri samverustundir.

3)
Spornað verði við þenslu málaflokka eftir fremsta megni og reynt að ná fram sem mestri hagræðingu þar sem þess er frekast unnt.
 

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%