Þorlákshöfn brátt klár fyrir nýja Herjólf

23.September'19 | 16:47
IMG_5741

Nýi Herjólfur getur brátt siglt til Þorlákshafnar. Ljósmynd/TMS

Vegagerðin vinnur að bráðabirgðalausnum á höfninni í Þorlákshöfn svo nýi Herjólfur geti lagst þar að bryggju. Að sögn Fannars Gíslasonar hjá Vegagerðinni er vonast til þess að lausnirnar verði klárar síðar í vikunni. Herjólfur IV ætti því að geta siglt þangað þegar ófært verður í Landeyjahöfn.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs, að skipið verði að líkindum tilbúið eftir um tvær vikur, en það er sem kunnugt er í slipp á Akureyri. Þá ætti að vera orðið fært fyrir það til Þorlákshafnar. 

Gamli Herjólfur fer svo í slipp

Gamli Herjólfur, sá þriðji í röðinni, hefur verið til taks í Vestmannaeyjum ef á þarf að halda. Hann siglir nú á milli lands og eyja á meðan nýi er í slippnum. Eldri Herjólfur fer svo sjálfur í slipp þegar nýi kemur þaðan. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkrar áhyggjur meðal Eyjamanna vegna þessa, þar sem höfnin í Þorlákshöfn var ekki búin til þess að taka á móti nýja Herjólfi. Ef allt fer samkvæmt óskum ætti nýi Herjólfur að geta siglt til Þorlákshafnar þegar hann kemur úr slipp, segir í frétt RÚV.

Aðeins 30 kojur eru í Herjólfi IV

Þar til seint í síðasta mánuði var veður til siglinga frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar einstaklega gott. Þegar veður tók að versna var ljóst að nýi Herjólfur gæti ekki siglt til Landeyjahafnar, og varð því að ræsa gamla af stað til að sigla til Þorlákshafnar. Þegar sá nýi tekur til við að sigla til Þorlákshafnar verður helsti munurinn sá að aðeins 30 kojur eru í Herjólfi IV miðað við 90 í þeim eldri, að sögn Guðbjarts Ellerts.

Hingað til hafa liðið allmargar sekúndur frá því kallað er eftir aðgerð og þar til skipið svarar

Guðbjartur Ellert segir eðlilegt að einhverjir hnökrar verði þegar nýtt skip er tekið í notkun. Segir hann það í raun hafa komið á óvart að það hafi þurft að takast á við minna en menn héldu í fyrstu. Skipið er tölvustýrt að nánast öllu leyti. Verið er að aðlaga tölvukerfið aðstæðum á milli lands og eyja, meðal annars með því að hraða svörun þess. Vonast er til þess að svörunin verði aðeins nokkur sekúndubrot, en hingað til hafa liðið allmargar sekúndur frá því kallað er eftir aðgerð og þar til skipið svarar. Því hafi skipstjórar stundum lent í því að stýrikerfi skipsins væri rétt að klára síðustu skipun þegar þeir vildu breyta henni.

Ákveðið var að lagfæra tölvukerfi skipsins um leið og gera þurfti nauðsynlegar viðgerðir. Verið er að skipta út uggum skipsins og skipta um fóðringar.

 

Ruv.is

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).