Vestmannaeyjabær:

Óska skýringa á hækkunum HS-Veitna

23.September'19 | 08:45
hs_veitur

Starfsstöð HS-Veitna í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Eyjar.net hefur undanfarið greint frá gríðarlegri hækkun HS-Veitna á mælaleigu fyrirtækisins. Leigan hækkaði um 150% fyrr á þessu ári, en fyrirtækið hefur verið að skipta út mælum og setja inn svokallaða snjallmæla.

Sjá einnig: HS-Veitur hækka mælaleigu um 150%

Í liðinni viku tók bæjarráð Vestmannaeyja málið upp. Í fundargerð ráðsins segir að bæjarráð hafi rætt þær miklu hækkanir á mælagjaldi sem HS-Veitur ákváðu nýlega og fól bæjarstjóra að óska eftir skýringum á gjaldskrá frá fyrirtækinu og leggja fyrir fund bæjarráðs í framhaldinu.

Sjá viðtal Eyjar.net við forstjóra HS-Veitna um máliðFyrirtæki hafa verið að hækka fasta hlutann í gjaldskránni

   

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.