Útgerðir í Eyjum leggja mest til kerfisins

22.September'19 | 15:30
IMG_0271-001

Ljósmynd/TMS

Endurskoðun ráðstöfunar 5,3 % aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, var til umfjöllunnar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku. Í fundargerð ráðsins segir að árlega sé úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. 

Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Í ár var úthlutað rúmlega 23 þús. þorskílgildistonnum af heildaraflanum til umræddra aðgerða.

Starfandi er starfshópur á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hefur það hlutverk að endurskoða meðferð og ráðstöfun á þessum veiðiheimildum. Starfshópurinn skal skila greinargerð og tillögum eigi síðar en 1. nóvember 2019. Þann 15. ágúst 2019 hélt starfshópurinn kynningu á störfum sínum og óskaði eftir umræðum hagsmunaaðila.

Í framhaldi af fundinum létu Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi vinna greiningu á málinu til að meta stöðu og áhrif þessara aflaheimilda á sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurlandi. Niðurstöður greiningarinnar eru í kynningarferli á meðal sveitarfélaga á Suðurlandi. Meðal niðurstaðna er að útgerðir í Vestmannaeyjum leggja mun meira til þessa 5,3% kerfis en það sem þær nýta. Óverulegar heimildir eru nýttar í Vestmannaeyjum úr þessu kerfi á sama tíma og mestu aflamarki á Íslandi er úthlutað til útgerða í Vestmannaeyjum og því leggja útgerðirnar í Eyjum mest til kerfisins.

Tapaðar útflutningstekjur

Í niðurstöðu bæjarráðs segir að þar sem ljóst sé að útgerðir í Vestmannaeyjum leggi mun meira til umræddra 5,3% veiðiheimilda ríkisins en það sem þær hafa heimild á að nýta (þ.e. tapaðar útflutningstekjur), er eðliegt að það fari fram greining á því hvaða áhrif þetta hefur á sveitarfélagið og tillögur mótaðar um hvernig hægt væri að afnema eða lækka þessa ósanngjörnu álögur á útgerðir og tekjuskerðingu á sveitarfélög. Í slíkri greiningu mætti skoða hvaða útgerðir leggja til þessa kerfis og hvar þær eru staðsettar, hvar aflanum er landað, hann unninn, áhrif á einstök fyrirtæki í Vestmannaeyjum, verðmæti tapaðra aflaheimilda og möguleg útflutningsverðmæti þess. Mikilvægt er að ráðist sé í slíka vinnu í samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).