Jóna Sigríður Guðmundsdóttir skrifar:

Nú í september er mikil umhverfisvitund

20.September'19 | 09:16
IMG_2053-001

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Vestmannaeyjabær er í verkefninu Umhverfis Suðurland, en það er sameiginlegt átak sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og snýr að öflugu hreinsunarátaki þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélög í landshlutanum eru hvött til enn meiri flokkunar og endurvinnslu en nú þegar er.

Plastlaus september er í gangi. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs hvatti ráðið heimili til að vera með í því verkefni og vera þannig í samfloti með Grunnskóla Vestmannaeyja í þessu mjög þarfa verkefni. Við getum gert meira og munum gera það. Taka þarf fast á umhverfismálum og vinna að umhverfisstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ mun hjálpa okkur við það.

Næstkomandi laugardag þ.e. 21. september er Alheims hreinsunardagurinn en það er sameiginlegt átak þar sem íbúar heimsins hreinsa rusl um allan heim. Svæðið sem verður lagt áherslu á við hreinsun er við Torfmýri við golfvöll og er mæting klukkan 11.00. Að lokinni hreinsun verður boðið upp á grillaðar pylsur.  Ég vil hvetja alla sem hafa tök á að hreinsa sitt nánasta umhverfi og vera þannig þátttakendur í verkefninu með Vestmannaeyjabæ.

Ekki er hægt að enda þetta án þess að hrósa þeim stöllum Erlu Einarsdóttur og Ágústu Huldu Árnadóttur fyrir sitt frábæra framtak. En þær hafa saumað þrjú þúsund margnota innkaupapoka sem bæjarbúar hafa fengið til afnota að kostnaðarlausu.

Þetta er gott dæmi um það hvað bæjarbúar geta lagt að mörkum fyrir bæjarfélagið.

Tökum saman höndum og sýnum gott fordæmi.

 

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).