Unnið að lagfæringum á nýja Herjólfi

19.September'19 | 18:01
herj_slippur_ads_19

Herjólfur í slippnum á Akureyri. Ljósmyndir/aðsendar

Nýi Herjólfur er nú kominn til Akureyrar þar sem lagfæra þarf veltiugga sem í ljós kom að virkaði ekki sem skildi á heimleið ferjunnar frá Póllandi í sumar. Skipið hafði viðkomu í Hafnarfirði þar sem framkvæmd var björgunaræfing. 

Að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. gekk siglingin norður vel. „Við höfðum viðkomu í Hafnarfirði og framkvæmdum þar björgunaræfingu sem gekk í alla staði mjög vel.” segir hann.

Verkin eru ábyrgðarverk og vinnast í samræmi við það

„Ákveðið verkskipulag er á framkvæmdum vegna lagfæringa á Herjólfi meðan hann er í slippnum á Akureyri. Fulltrúi Vegagerðarinnar, Hjörtur Emilsson heldur utan um öll þessi verk ásamt Jóhannesi Jóhannessyni. Verkin eru ábyrgðarverk og vinnast í samræmi við það verkskipulag sem fylgir slíkri vinnu.”

Lagfæra sjúkraklefa og starfsmannaaðstöðu

Þá segir Guðbjartur að eitthvað af erlendum framleiðendunum séu komnir til Akureyrar til að fylgja eftir lagfæringu á sínum búnaði. „Eitt af því sem verið er að vinna í núna er að skipta um fóðringar/pakkningar í veltiuggum en það mun taka einhverja daga að klára það verk.

Jafnframt er tækifærið notað og unnið í öðrum málum, jafnt ábyrðamálum sem öðrum nauðsynlegum lagfæringum og má m.a. nefna lagfæringu á sjúkraklefa, starfsmannaaðstöðu, uppsetningu á áhafnarlandgangi, viðgerðir á tjónum sbr., Pilot hurð en svo er fyrirhugað að setja blindhlera á framglugga.”

Ekkert óvænt hefur komið upp ennþá

„Ekkert óvænt hefur komið upp en gert var ráð fyrir allt að 8 dögum í slippnum. Við gerðum ráð fyrir að fjarvera nýja Herjólfs yrði um tvær vikur og vonum við að það standi.

Við erum með þann eldri við hendina sem er nauðsynlegt og keppumst við að halda okkar striki og sigla eins og aðstæður leyfa í Landeyjahöfn. Það er vissulega von okkar að geta nýtt hana enn frekar en auðvitað ræður veður og sjólag miklu í þeim efnum. En hér leggjast allir á árarnar og reyna að tryggja nægilega tíðni brottfara frá og til Eyja.” segir Guðbjartur Ellert.

 

Tags

Herjólfur

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).