Fasteignagjöld hækka um tæp 3% á milli ára

- hækkunin samsvarar vísitöluhækkun á visitölu neysluverðs

18.September'19 | 14:39
hus_midbaer_bo_cr

Fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði hækkar um að meðaltali 2,7% á milli ára. Mynd/TMS

„Með lækkun á álagningaprósentunni er verið að sporna við hækkun á fasteignaskattstofninum þannig að almennt eiga fasteignagjöldin ekki að hækka meira en sem nemur vísitöluhækkunum á árinu.” segir Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjar.net.

Eyjar.net sendi fyrirspurn til Vestmannaeyjabæjar í kjölfarið á bókun bæjarráðs í gær um fasteignagjöld fyrir árið 2020.

Hækka um að meðaltali 2,7%

Sigurbergur segir að ef álagningaprósentan hefði verið óbreytt hefðu tekjur Vestmannaeyjabæjar vegna fasteignagjalda af íbúðarhúsnæðum hækkað um 16,5%. En með því að lækka álagningaprósentuna niður í 0,291% munu heildartekjur bæjarins af fasteignagjöldum af íbúðarhúsnæðum hækka um að meðaltali 2,7% á milli ára sem samsvarar vísitöluhækkun á visitölu neysluverðs á milli ára.

Hækkun fasteignamats um 16,6% af íbúðarhúsnæði

Í fundargerð bæjarráðs segir að á fundi ráðsins þann 18. júní sl., fól bæjarráð fjármálastjóra sveitarfélagsins að reikna út mismunandi sviðsmyndir til lækkunar á fasteignaskatti fyrir árið 2020. Ákvörðun bæjarráðs er tilkomin af mikilli hækkun fasteignamats í Vestmannaeyjum fyrir árið 2020, eða um 16,6% af íbúðarhúsnæði og 14,7% í heildina. Til samanburðar er hækkunin á landinu öllu að meðaltali um 6%. Fasteignamat er lagt til grundvallar fasteignaskatti sem er einn helsti tekjustofn sveitarfélaga. Hækkanir á fasteignamati bitna því á húseigendum í formi aukins fasteignaskatts nema ákvörðun um annað sé tekin. Fjármálastjóri lagði fyrir bæjarráð nokkrar sviðsmyndir af fasteignaskatti fyrir árið 2020 sem voru ræddar í ráðinu.

Ákvörðun í anda lífskjarasamnings verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda

Í niðurstöðu ráðsins leggur bæjarráð til að fasteignaskattsálagning á íbúðarhúsnæði verði lækkuð í 0,291% fyrir árið 2020 í stað 0,33% frá fyrra ári og að álagning á atvinnuhúsnæði verði lækkuð í 1,55% í stað 1,65% frá fyrra ári. Ákvörðun þessi er í anda lífskjarasamnings verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda þar sem m.a. er kveðið á um lægri skatta og lægri opinberar álögur til að auka kaupmátt og kjarabætur lágtekjuhópa. Bæjarráð vill leggja sitt af mörkum í þeirri viðleitni.

Vestmannaeyjar eru framúrskarandi búsetukostur fyrir margra hluta sakir

Í bókun frá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði fagnar hún því að sporna eigi við verulegri og íþyngjandi hækkun fasteignagjalda á íbúðaeigendur í sveitarfélaginu og lýsir yfir ánægju með að samþykkt hafi verið tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá því í júní þar sem kom fram að mikilvægt væri að sveitarfélagið axli ábyrgð vegna hækkandi fasteignamats og taki ákvörðun um að álögur á íbúa muni ekki hækka. Þannig er komið í veg fyrir að hækkun á fasteignamati leiði til aukinnar tekjuöflunar sveitarfélagsins á kostnað skattgreiðenda. Vestmannaeyjar eru framúrskarandi búsetukostur fyrir margra hluta sakir og með slíkri ákvörðun gæti Vestmannaeyjabær lagt sitt af mörkum við að gera fasteignakaup og búsetu í sveitarfélaginu enn eftirsóknarverðari.

Ánægjulegt að lækka einnig álagningu á atvinnuhúsnæði

Í bókun frá Jónu Sigríði Guðmundsdóttur og Írisi Róbertsdóttur, fulltrúum meirihlutans segir að það sé ánægjulegt að mikil samstaða sé um að lækka fasteignaskattsálagningu á íbúarhúsnæðis eins og gert var fyrir árið 2019. Einnig er líka ánægjulegt að lækka álagningu á atvinnuhúsnæði. En sú tillaga hefur ekki komið inn í bæjarráð fyrr en var samþykkt núna.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).