Eftir Írisi Róbertsdóttur

Hvert stefnum við?

17.September'19 | 15:20
eyjar_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Atvinnustefna er hverju byggðarlagi miklvæg. Við hér í Eyjum höfum verið heppin með þau öflugu fyrirtæki sem hér starfa á traustum grunni. En hvernig er staðan, hvert stefnum við og hvernig er framtíðin? Við erum sjávarútvegssamfélag með vaxandi ferðaþjónustu, en hvað meira?

Hvernig sjá Eyjamenn samfélagið sitt vaxa og dafna þegar litið er til nýrra og fjölbreyttra atvinnutækifæra? Hvernig sjá þeir sem nú eru að reka fyrirtækin í Eyjum framtíðina fyrir sér? Eða þeir sem vilja stofna ný fyritæki? Hvar liggja tækifærin okkar og sóknarfærin?

Þetta eru margar spurningar og við mótun atvinnustefnu fyrir Vestmannaeyjar þurfum við að að freista þess að nálgast svörin. Það gerir okkur betur í stakk búin til að grípa tækifærin þegar þau gefast og til að finna þau sem liggja falin. Við erum kannski ekki að kveikja nógu hratt og vel á öllum þeim möguleikum sem eru fyrir hendi. Í þessum efnum getur okkar öfluga Þekkingarsetur leikið lykilhlutverk og verið einskonar vagga framþróunar.

Á bæjarstjórnarfundi í næstu viku verður lögð fram tillaga um að hefja markvissa vinnu við mótun atvinnustefnu fyrir Vestmannaeyjar. Það ferli þarf að vera faglegt og opið því þetta er ekki eitthvað sem eingöngu er unnið á pólitískum vettvangi. Allir hagaðilar í Eyjum þurfa að koma að þessari vinnu og sömuleiðis þarf að kalla eftir hugmyndum frá öllum þeim sem telja sig hafa eitthvað til málanna að leggja.

Mikilvægt er að hefja þessa umræðu sem fyrst og með sem flestum. Ég er viss um allir fulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja eru sama sinnis og hlakka til að ræða málið á þeim vettvangi.

Atvinnustefna á að vera til fyrir Eyjar!

 

Íris Róbertsdóttir 

Bæjarstjóri

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).