Staksteinar Morgunblaðsins:

Sumarhöfn var aldrei markmiðið

16.September'19 | 13:39
IMG_5716

Nýi Herjólfur siglir hér inn Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um stöðuna sem uppi er í samgöngum á milli lands og Eyja undir fyrirsögninni "Sumarhöfn var aldrei markmiðið".

Þar segir að þingmenn allra flokka í Suðurkjördæmi hafi lagt fram tillögu til þingsályktunar um óháða úttekt á Landeyjahöfn. Þar kemur fram að úttektinni skuli lokið eigi síðar en í lok mars 2020.

Með þingsályktunartillögunni er óskað sérstaklega eftir því að svarað verði spurningum um það í fyrsta lagi hvort hægt er að gera þær úrbætur á höfninni að dýpkunarþörfin minnki verulega eða hverfi. Í annan stað í hverju slíkar úrbætur fælust og hver áætlaður kostnaður væri. Í þriðja lagi, að ef slíkar úrbætur þættu ekki gerlegar, tæknilega eða fjárhagslega, til hvers konar dýpkunaraðgerða þyrfti þá að grípa til að halda höfninni opinni árið um kring.

Biðin eftir Landeyjahöfn var löng, en svo fylltist hún sífellt af sandi. Þá var beðið lengi eftir nýrri ferju, sem nú er komin, en áhöld eru um hvort hún getur siglt allt árið, ekki síst ef sigla þarf til Þorlákshafnar.

Verulega vafasamt er að nýja ferjan geti siglt þangað og þess vegna er alveg nauðsynlegt að Landeyjahöfn verði haldið opinni allt árið og að ráðstafanir verði gerðar til að tryggja að höfnin fyllist ekki af sandi þó að veður eða hafstraumar verði óhagstæð um stund.

Miklu munar fyrir samgöngur til Vestmannaeyja að hafa Landeyjahöfn en hún þarf líka að vera þannig útbúin, og ferjan sömuleiðis, að hún haldist opin allt árið. Enn sem komið er hefur þetta ekki verið tryggt og þingsályktunartillagan því þörf og ástæða til að hraða afgreiðslu hennar, segir að endingu í Staksteinum Morgunblaðsins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).