Dagbók lögreglunnar:

Fíkniefnafundur og foktjón

Helstu verkefni lögreglu vikuna 9. september til 15. september

16.September'19 | 13:54
rok_hofn_ads

Harðbotna tuðra fauk við smábátabryggjuna og lenti á annari tuðru. Ljósmynd/aðsend.

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast síðastliðna viku. Að morgni sl. sunnudags stöðvaði lögreglan akstur karlmanns um þrítugt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.

Við leit á honum og í bifreið hans fundust ætluð fíkniefni og í framhaldi af því var farið til húsleitar í húsi þar sem hann hafði dvalið og haldlagði lögregla, eftir leit, um 50 gr. af hvítu efni auk nokkurra skammta af LSD. Þá fundust einnig áhöld til neyslu fíkniefna við leitina. Tveir menn um þrítugt sem voru þar fyrir voru auk þess handteknir.  Að skýrslutökum loknum voru mennirnir frjálsir ferða sinna. Málið telst að mestu upplýst.

Lögreglan fékk nokkrar tilkynningar um fok í því óveðri sem gekk yfir landið um helgina, m.a. var tilkynnt um fiskikör að fjúka við Fiskiðjuna. Þá fauk landgangur við Herjólf á tvær bifreiðar þannig að þær skemmdust. Einnig var tilkynnt um trambólín væri að fjúka, fótboltamark við Hamarsskóla fór af stað í veðrinu og þá var tilkynnt um harðbotna tuðru sem fauk við smábátabryggjuna og lenti á annari tuðru án þessað tjón hlytist af, segir í vikuyfirliti lögreglu.

 

Tags

Lögreglan

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).