Nýi Herjólfur í kröppum dansi innan hafnar

15.September'19 | 13:49
IMG_5899

Herjólfur lenti á horni Básaskersbryggju. Ljósmyndir/TMS

Í gær gekk mikið hvassviðri yfir sunnanvert landið. Herjólfur gamli var þá notaður til siglinga á milli lands og Eyja. Fyrst fór hann í Þorlákshöfn, náði síðan einni ferð í Landeyjahöfn um miðjan dag en fór svo aftur síðdegis í Þorlákshöfn.

Á meðan var nýi Herjólfur bundinn við bryggju í Eyjum. Um kvöldmatarleitið í gærkvöldi var veðurofsinn orðinn það mikill að Herjólfur var kominn frá bryggju. Var þá brugðið á það ráð að færa skipið innar í höfnina og var Lóðsinn kallaður út til aðstoðar. 

Ekki vildi betur til en svo en ferjan lenti á Básaskersbryggju og brotnaði uppúr bryggjunni. Herjólfur tjónaðist lítilega.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að spil sem eigi að halda hafi gefið eftir. „Búnaðurinn gaf hreinlega eftir.” Hann segir að skipið hafi tekið á sig mikinn vind. „Hér náði vindstyrkur allt að 40 m/s.”

Hann segir að tjónið sé minniháttar, en verður skoðað betur í slippnum sem og spil-búnaðurinn sem ekki hélt eins og hann á að gera. Nýi Herjólfur heldur í kvöld áleiðis í viðhaldsferð sína. Fyrst til Hafnarfjarðar og síðan til Akureyrar.

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%