Nýi Herjólfur í kröppum dansi innan hafnar

15.September'19 | 13:49
IMG_5899

Herjólfur lenti á horni Básaskersbryggju. Ljósmyndir/TMS

Í gær gekk mikið hvassviðri yfir sunnanvert landið. Herjólfur gamli var þá notaður til siglinga á milli lands og Eyja. Fyrst fór hann í Þorlákshöfn, náði síðan einni ferð í Landeyjahöfn um miðjan dag en fór svo aftur síðdegis í Þorlákshöfn.

Á meðan var nýi Herjólfur bundinn við bryggju í Eyjum. Um kvöldmatarleitið í gærkvöldi var veðurofsinn orðinn það mikill að Herjólfur var kominn frá bryggju. Var þá brugðið á það ráð að færa skipið innar í höfnina og var Lóðsinn kallaður út til aðstoðar. 

Ekki vildi betur til en svo en ferjan lenti á Básaskersbryggju og brotnaði uppúr bryggjunni. Herjólfur tjónaðist lítilega.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að spil sem eigi að halda hafi gefið eftir. „Búnaðurinn gaf hreinlega eftir.” Hann segir að skipið hafi tekið á sig mikinn vind. „Hér náði vindstyrkur allt að 40 m/s.”

Hann segir að tjónið sé minniháttar, en verður skoðað betur í slippnum sem og spil-búnaðurinn sem ekki hélt eins og hann á að gera. Nýi Herjólfur heldur í kvöld áleiðis í viðhaldsferð sína. Fyrst til Hafnarfjarðar og síðan til Akureyrar.

Tags

Herjólfur

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).