Fjölskyldu- og tómstundaráð:
Leggja til hreystivöll við Íþróttamiðstöðina
12.September'19 | 13:31Tillaga að uppsetningu á hreystivelli sem staðsettur yrði við Íþróttamiðstöðina var rædd á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar, nú í vikunni.
Í niðurstöðu ráðsins segir að ráðið leggi til að hreystitæki verði sett upp við Íþróttamiðstöðina. Það hefur sýnt sig að margir íbúar Vestmannaeyja hafa áhuga á að efla heilsu sína. Það er liður í bættri þjónustu til íbúa að bærinn setji upp hreystivöll þar sem tækifæri er til að æfa utandyra.
Ráðið felur framkvæmdastjóra í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið að hanna og kostnaðareikna uppsetningu á slíkum velli og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...