Fréttatilkynning:

Haustferð Blóðbankans til Vestmannaeyja

12.September'19 | 05:46
blodsofnun_ads

Ljósmynd/aðsend

Dagana 16. og 17. september verður blóðsöfnun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum. Á mánudaginn verður opið frá kl. 11:30 – 18:00 og á þriðjudaginn er opið frá kl. 08:30 – 14:00.

Blóðgjöf er raunveruleg lífgjöf og getur ein blóðgjöf bjargað allt að þremur lífum.  Því skiptir hver og einn blóðgjafi ótrúlega miklu máli.  Til þess að anna eftirspurn eftir blóði þarf u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju ári til viðbótar við þann hóp sem við höfum nú þegar, segir í tilkynningu frá Blóðbankanum.

Ert þú orðinn 18 ára og heilsuhraust/ur? Langar þig til að bjarga lífum?

Vertu þá velkomin/n á Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum til að láta kanna hvort þú getir gefið blóð.

Allir velkomnir, nýir sem virkir blóðgjafar!

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.