Haldið uppá stórafmæli FÍV

10.September'19 | 15:37
IMG_5778

Stjórn nemendafélagsins afhenti skólastjórnendum blóm í tilefni dagsins.

Mikið var um dýrðir í afmælisveislu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. En í dag eru 40 ár frá stofnun skólans. Núverandi og fyrrverandi nemendur komu að afmælisdagskránni.

Helga Kristín Kolbeins, skólameistari heiðraði Baldvin Kristjánsson, en Baldvin hefur starfað við skólann frá upphafi. Þá fór Lóa Baldvinsdóttir Anderssen yfir sín skólaár í Framhaldsskólanum, sem hún sagði bestu ár lífs síns. Daníel Scheving Pálsson, formaður nemendafélagsins kynnti dagskrána.

Þá afhenti Frosti Gíslason, forstöðumaður FabLab skólanum viðurkenningu, en FabLab hefur haft aðstöðu í skólanum sl. fimm ár. Að endingu var boðið uppá tónlist þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur spiluðu. Þar stigu á stokk Hulda Helgadóttir, Júníus Meyvant og hljómsveitin Merkúr.

Að dagskrá lokinni var skólinn til sýnis auk þess sem boðuð var uppá veitingar, líkt og tíðkast í afmælum. Ljósmyndari Eyjar.net var í afmælisveislunni og smellti nokkrum myndum.

Tags

FÍV

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.