Annasamur ágúst hjá slökkviliðinu

10.September'19 | 08:40
slokkv_lid_1017

Það var óvenju mikið að gera hjá Slökkviliði Vestmannaeyja í síðasta mánuði. Mynd/TMS

Fyrir utan venjubundnar æfingar þá var síðasti mánuður óvenju annasamur hjá slökkviliðinu þar sem það var ræst fjórum sinnum út af Neyðarlínu með stuttu millibili. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Slökkviliðs Vestmannaeyja.

ÞAr segir jafnframt að fyrsta útkallið hafi komið aðfaranótt 10. ágúst þar sem tilkynnt var um brennandi bíl í innkeyrslu við Boðaslóð. Greiðlega gekk að slökkva í bílnum sem engu að síður var mjög illa farinn og líklegast ónýtur á eftir. Í þessu tilfelli var greinilega um íkveikju að ræða og telst málið upplýst.

Næsta útkall kom svo aðfaranótt 13. ágúst þegar tilkynning barst um eld í þriggja hæða húsi við Faxastíg en þar höfðu íbúar vaknað upp við eld og reyk í svefnherbergi. Náði húsráðandi að slökkva eldinn með handslökkvitæki áður en slökkviliðið kom en töluverður reykur var kominn og þurfti slökkviliðið að reykræsta íbúðina. Voru íbúar fluttir á heilsugæslu til skoðunar þar sem grunur var um reykeitrun hjá a.m.k. einum þeirra. Eldsupptök eru ekki kunn á þessari stundu en málið er í rannsókn.

Þann 14. ágúst var slökkviliðið svo kallað að íbúð í Kleifahrauni þar sem brunaviðvörunarkerfi hafði farið í gang og ekki náðist í neinn tengilið. Engin hætta reyndist hins vegar á ferðum heldur hafði eldamennska sett kerfið af stað.

Fjórða og síðasta útkallið kom svo að kvöldi 21.ágúst þar sem vegfarandi taldi sig sjá logandi eld í húsi við Hrauntún. Við nánari skoðun reyndist eldurinn hins vegar bara vera flöktandi ljós í glugga og engin hætta því á ferðum

Síðustu æfingar hefur slökkviliðið nýtt til að prófana með slökkviteppið sem Eykyndill gaf slökkviliðinu fyrr á þessu ári en með því næst að slökkva t.d. í logandi bílum án þess að þurfa að sprauta dropa af vatni á eldinn, segir enn fremur í færslunni á facebook-síðu slökkviliðsins.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).