Útgáfuhóf 100 ára afmælisrits Björgunarfélagsins

9.September'19 | 06:47
IMG_5398

Arnór Arnórsson og Ómar Garðarsson. Ljósmyndir/TMS

Á laugardaginn var boðið til útgáfuhófs í tilefni af útgáfu 100 ára afmælisrits Björgunarfélags Vestmannaeyja. Fjölmargir mættu þá í Einarsstofu og hlýddu á dagskrá í tilefni af útgáfunni.

Ómar Garðarsson ritstýrði blaðinu. Hann sagði í sinni ræðu ótrúlegt til þess að hugsa að á árinu 1918 var Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað. Ár hörmunga, fyrri heimstyrjöldin að ljúka með tilheyrandi þrengingum, frostaveturinn mikli geysaði, Spænska veikin herjaði  og Katla gaus. En þetta var líka árið sem þjóðin fékk fullveldi og þrátt fyrir hörmungar var horft fram á veginn.

Skýrasta dæmið um það er stofnun BV sem hafði það að markmiði að kaupa björgunar- og varðskip. Takmark sem náðist með mikilli elju og framsýni og draumurinn varð að veruleika þegar varðskipið Þór kom til Vestmannaeyja þann 26. Mars 1920. Þar með var lagður grunnur að því öfluga gæslu- og björgunarstarfi sem við þekkjum í dag.

Þörfin var brýn því með vélbátavæðingu í byrjun aldarinnar voru sjóskaðar tíðir og margir sjómenn fórust. Með komu Þórs jókst öryggi á sjó auk þess sem hann bjargaði verðmætum og varði veiðarfæri íslensku skipanna. Auk þess sem hann halaði vel fyrir ríkissjóð í sektum fyrir landhelgisbrot.

Björgunarfélagið átti eftir að koma að mörgum þjóðþrifamálum í Vestmannaeyjum og hafði forgöngu í öryggismálum sjómanna.

Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum var stofnuð 1966 af öflugum hópi ungra manna sem létu til sín taka í björgunarmálum og þó einkum á landi. Þvældust um allan heim og gera enn í leit að hæstu fjöllum til að klífa.

Þann 21. mars 1992 voru BV og HSV sameinaðar undir nafninu Björgunarfélag Vestmannaeyja og merki Hjálparsveitarinnar. Félagið er nú vel tækjum búið og er með einn besta viðbragðstíma í sjóbjörgun á Íslandi eða um 5 mínútur. Er sameinað félag eitt af þeim öflugustu og bestu búnu á landinu.

Ómar sagði það mikinn heiður þegar Arnór Arnórsson, formaður bað hann um að ritstýra afmælisblaði félagsins sem nú er að koma út, rétt ári eftir að hann hafði samband. Þetta var mikið verk Ómar naut aðstoðar Arnórs, Adólfs Þórssonar, fyrrum formanns og reynsluboltanna Sigurðar Þ. Jónssonar og Aðalsteins Baldurssonar. Þá þakkaði Ómar, Óskari Pétri ljósmyndara einnig samstarfið við gerð blaðsins.

Það hefur ferið fróðlegt að kafa ofan í sögu félagsins og kynnast starfi þess í dag. Get ég með sanni sagt að þeir sem stýra félaginu í dag halda á lofti frumherjanna, sagði Ómar að endingu.

Næstur tók til máls Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélagsins. Þakkaði hann Ómari sem og öllum sem komu að útgáfunni fyrir vel unnin störf. 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstóri og Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri fengu í kjölfarið afhent fyrstu eintökin af blaðinu auk þess sem Kára Bjarnasyni forstöðumanni Bókasafns Vestmannaeyja var afhent eintak. Kári fékk einnig afhentar fundargerðarbækur Björgunarfélagsins frá upphafi til varðveislu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).