Gekk berserksgang í Vestmannaeyjum

9.September'19 | 23:23
loggubill_blikk

Ljósmynd/TMS

Karl­maður á þrítugs­aldri hef­ur verið ákærður fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni með því að hafa í mars á þessu ári stungið göt á hjól­b­arða lög­reglu­bif­reiðar, hótað lög­reglu­mönn­um lík­ams­meiðing­um og líf­láti og fyr­ir að hafa kveikt í tepp­um í fanga­klefa og valdið frek­ari skemmd­um í klef­an­um.

Sam­kvæmt ákæru embætt­is héraðssak­sókn­ara skar maður­inn göt á öll fjög­ur dekk lög­reglu­bif­reiðar sem stóð mann­laus í Vest­manna­eyj­um. Þá hótaði hann ít­rekað sjö lög­reglu­mönn­um sem voru á lög­reglu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um og fjöl­skyld­um þeirra lík­ams­meiðing­um og líf­láti, segir í frétt mbl.is.

Þá segir í fréttnni að maður­inn hafi ekki látið þar við sitja, en hann er einnig ákærður fyr­ir eigna­spjöll með því að hafa borið eld og kveikt í tveim­ur tepp­um þegar hann var í fanga­klefa á lög­reglu­stöðinni. Þá reif hann upp bólstraðan kodda og tætti hann.

Auk þess að fara fram á að maður­inn verði dæmd­ur fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni fer rík­is­lög­reglu­stjóri fram á að mann­in­um verði gert að greiða embætt­inu bæt­ur upp á um 119 þúsund krón­ur vegna tjóns á hjól­börðum.

 

Mbl.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.