Fyrirtæki hafa verið að hækka fasta hlutann í gjaldskránni

9.September'19 | 07:21

Í síðustu viku var greint frá 150% hækkun á mælaleigu hjá HS-Veitum. Eyjar.net ræddi við Júlíus Jón Jónsson, forstjóra fyrirtækisins um þessa hækkun og skýringar á henni.

Aðsurður um líftíma nýju mælana segir Júlíus Jón að þeir séu með lengri löggildingu en gömlu mælarnir, eða 12 ár. Er hann er spurður um hvort bæjarbúar geti einfaldlega ekki fest kaup á slíkum mælum segir hann að það sé ekki heimilt. ,,Við eigum mælana og eigum að eiga þá".

Samanburður verður ekki réttur

Hann segir það hafa verið málvenja hjá þeim (og forverum okkar svo sem Bæjarveitum Vestmannaeyja) að tala um mælaleigu varðandi heitt og kalt vatn en hinsvegar fastagjald í rafmagni. 

„Þetta er þó í raun sami hluturinn og hjá Veitum í Reykjavík er alltaf talað um fast gjald og munum við skoða það að breyta þessum heitum við næstu gjaldskrárbreytingu sem verður þá mjög líklega gert”. Júlíus Jón segir að mikill hluti rekstrarkostnaðar sé fastur og breytist ekki með notkun nema að litlu leiti. Því hafa þessi fyrirtæki verið að hækka fasta hlutann (fastagjald/mælaleigu) í gjaldskránni og þegar við skoðuðum þessa þróun hjá öðrum veitum kom í ljós að við vorum langt á eftir með þennan hluta borið saman við t.d. Veitur í Reykjavík. Við almennan samanburð á verðskrám veitufyrirtækja er hinsvegar yfirleitt eingöngu horft til einingaverðanna þannig að samanburður verður ekki réttur.

Sat eftir í Eyjum frá gamalli tíð

„Við ákváðum því að breyta þessu „fastagjaldi“ þannig að það væri sambærilegt en þó aðeins lægra en hjá Veitum og það var gert varðandi ferskavatnið 1. júlí en bíður að öðru leyti áramóta. Þá sat eftir í Eyjum frá gamalli tíð önnur viðmiðun (m3) en var nánast allsstaðar annarsstaðar stærð mælis í mm og þetta var samræmt. Um áramót verður svo tekið tillit til þess tekjuauka sem breytingin á „fastagjaldinu/mælaleigunni“ gaf við ákvörðun gjaldskrár (einingaverð). Þess má geta að tekjur af þessum lið (mælaleiga) eru rösk 10% af heildartekjunum.”

Kostnaður við hvern ferskvatnsmæli kominn á lager um 18 þúsund

„Eins og staðan er núna er kostnaður við hvern ferskvatnsmæli kominn á lager hjá okkur um 18 þús. kr. Síðan kemur uppsetning, safnstöðvar, umsjón o.s.fr. og rétt að ítreka að nafnið mælaleiga er villandi, þetta er í raun alls ekki bara leiga á mælitæki heldur hluti af föstum kostnaði við rekstur veitunnar. Það er auðvelt að rökstyðja að það væri eðlilegt í svona rekstri að hækka þennan fasta hluta umtalsvert og lækka þá að sama skapi þann hluta sem kemur gegnum einingaverðin og það mun verða til skoðunar næstu misserin.” segir forstjórinn.

Aðal kosturinn er að viðskiptavinir fá mánaðarlega reikninga fyrir raunnotkun

„Nýju „smart“mælarnir sem er verið að setja upp eru einnig með því mynstri að fastur kostnaður er hærri vegna þess að þeir og búnaður kringum þá (safnstöðvar o.fl.) eru fastur kostnaður en á móti lækkar breytilegur kostnaður við álestur o.s.frv. Aðal kosturinn er svo að viðskiptavinir fá mánaðarlega reikninga fyrir raunnotkun en ekki í meginatriðum áætlunarreikninga sem síðan þarf að leiðrétta upp eða niður þegar raunálestur fæst.” segir Júlíus Jón Jónsson, forstjóri.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-