Nýr Herjólfur:

Leggja af stað í slipp um miðjan mánuð

- koma við í Hafnarfirði, en sigla svo norður til Akureyrar

6.September'19 | 11:48
IMG_5238

Nýi Herjólfur mun fara í lagfæringar um miðjan þennan mánuð. Ljósmynd/TMS

Líkt og greint var frá í síðasta mánuði, er nýi Herjólfur á leið í slipp á Akureyri síðar í þessum mánuði, en gera þarf við annan veltiugga skipsins. 

Guðbjartur Ellert Jónsson er framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. „Við gerum ráð fyrir að fara sunnudaginn 15. september og sigla þá til Hafnarfjarðar. Þar verða björgunarbátar sprengdir út og framkvæmd björgunaræfing.”

Sjá einnig: Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp

Að sögn Guðbjarts átti alltaf eftir að setja neyðarsenda í björgunarbátana en frestur til þess rennur út þann 1. október. „Þetta er ábyrgðarmál þar sem ferjan á að skilast með þessum búnaði. Það er mikilvægt að ljúka þessu. Þeim verður svo pakkað hjá Víking í Hafnarfirði.”

Hann segir að eftir björgunaræfinguna þann 16. september verði haldið til Akureyrar. Gert er ráð fyrir að koma að kvöldi 17. september þangað en svo er þurrkví strax að morgni þann 18. september.

Áætla hálfan mánuð í verkið

„Gert er ráð fyrir allt að 8 dögum í slippnum. Fara á í uggana en svo verður tíminn og stoppið nýtt til frekari lagfæringa og stillinga. Unnið hefur verið að því skipuleggja þetta en öll þessi verkefni eru á ábyrgð eiganda.

Ég geri ráð fyrir að það fari allt að hálfur mánuður í þetta, en það gæti verið styttri tími en jafnframt lengri. Við viljum klára þetta sem fyrst og koma henni afur undir í rekstur enda á sú eldri eftir að fara í slipp líka.” segir framkvæmdastjóri Herjólfs.

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.