Hóta dagsektum verði úrbótum ekki sinnt

6.September'19 | 06:03
smaragatan

Smáragata 34 hefur um árabil verið í óviðunandi ástandi, en foktjón gerði húsið óíbúðarhæft. Mynd/TMS

Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs fóru yfir stöðu Smáragötu 34 á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni og næstu skref í málinu. Mál þetta hefur áður farið fyrir ráðið en það var í maí sl. 

Krafa um úrbætur

Þá líkt og nú var krafa bæjaryfirvalda að fá tímasetta framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti yrði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.

Sjá einnig: Nágrönnum stafi hætta af húsi í óviðunandi ástandi
 
Í bókuninni nú ítrekar ráðið áhyggjur sínar af ástandi Smáragötu 34, þar sem kröfum sveitarfélagsins um framkvæmdaáætlun og úrbætur hefur ekki verið sinnt af umráðanda hússins.

Ráðið gerir kröfu um að framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 12. september, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir sbr. ákæði gr. 2.9.2 í byggingarreglugerð nr.112/2012 frá þeim degi.
 
 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.