Hóta dagsektum verði úrbótum ekki sinnt

6.September'19 | 06:03
smaragatan

Smáragata 34 hefur um árabil verið í óviðunandi ástandi, en foktjón gerði húsið óíbúðarhæft. Mynd/TMS

Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs fóru yfir stöðu Smáragötu 34 á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni og næstu skref í málinu. Mál þetta hefur áður farið fyrir ráðið en það var í maí sl. 

Krafa um úrbætur

Þá líkt og nú var krafa bæjaryfirvalda að fá tímasetta framkvæmdaáætlun, að öðrum kosti yrði gripið til þess að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.

Sjá einnig: Nágrönnum stafi hætta af húsi í óviðunandi ástandi
 
Í bókuninni nú ítrekar ráðið áhyggjur sínar af ástandi Smáragötu 34, þar sem kröfum sveitarfélagsins um framkvæmdaáætlun og úrbætur hefur ekki verið sinnt af umráðanda hússins.

Ráðið gerir kröfu um að framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 12. september, að öðrum kosti verði gripið til þess að leggja á dagsektir sbr. ákæði gr. 2.9.2 í byggingarreglugerð nr.112/2012 frá þeim degi.
 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.