Sigurbergur byrjar ekki að spila með ÍBV fyrr en á næsta ári

5.September'19 | 13:57
Beggi_ibv_ads

Sigurbergur Sveinsson. Mynd/aðsend

Handboltamaðurinn Sigurbergur Sveinsson spilar ekkert með ÍBV fyrir áramót vegna hnémeiðsla. Hann setur stefnuna á að vera klár í slaginn á ný þegar keppni í Olís-deildinni hefst aftur í febrúar 2020 eftir landsleikjahléið.

Haft er eftir Sigurberg á Vísi.is í dag að hann búist við að vera frá fram að áramótum, en hann gekkst undir aðgerð á hné á mánudaginn.

„Það þurfti að fínpússa í hnénu á mér. Það þurfti að gera meira en við vonuðumst eftir, þannig að þetta tekur aðeins lengi tíma. Ég byrja örugglega ekki að spila fyrr en eftir hlé,“ sagði Sigurbergur sem hefur ekkert æft síðustu vikurnar, eftir að ljóst varð að hann þyrfti að fara í aðgerðina.

Frekara viðtal við Sigurberg má lesa hér.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.