Pysjueftirlitið:

Heimsmetið féll í dag

5.September'19 | 20:18
sea_life_pysjur_born_050919

Ljósmynd/Sea Life Trust

,,Settum heimsmet í pysjuvigtun í dag þegar vigtaðar voru 543 pysjur. Eldra metið er frá 8. september í fyrra þegar vigtaðar voru 532 pysjur. Þar af voru 47 óhreinar pysjur sem háfaðar voru upp úr höfninni og þarf að hreinsa." segir í færslu á facebooksíðu pysjueftirlitsins.

Þar kemur einnig fram að í gær hafi pysjurnar verið 451 og því eru pysjurnar í ár orðnar 3125 talsins.

,,Við þökkum sjálboðaliðunum sem komu okkur til hjálpar í dag og sömuleðiðs öllum sem færðu okkur handklæði o.fl. fyrir óhreinu pysjurnar. Einnig öllum sem komu með pysjur til okkar og tóku þannig þátt í að setja nýtt heimsmet." segir enn fremur í færslunni.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.