Arfleiddi Krabbavörn að öllum eigum sínum

5.September'19 | 18:15
IMG_5313

Aðstandendur Guðmundar og stjórn Krabbavarnar. Ljósmynd/TMS

Guðmundur Karl Jónasson lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 2. júlí síðastliðinn. Guðmundur Karl ákvað að ráðstafa öllum eigum sínum eftir sinn dag til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.

„Félaginu þykir vænt um þann kærleik sem Guðmundur sýndi okkur með þessari veglegu gjöf sem hann eftirlét okkur og um leið þann hlýhug sem hann sýndi félaginu. Gjöf þessi er okkur ómetanleg, hún á eftir að hjálpa mörgum sem eiga um sárt að binda vegna veikinda. Þessi stuðningur er okkur dýrmætur.” segir Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir, formaður félagsins.

Vitum aldrei hvenær við eða einhver náin okkur þarf á þessari aðstoð að halda

Hún segir að á hverju ári leiti til félagsins 10-12 nýir einstaklingar og að félagið setji út í formi styrkja um 5 milljónir á hverju ári. Krabbavörn er góðgerðarfélag segir Sigurbjörg Kristín og bætir við að um 25 einstaklingar fái einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á ári hverju. 

„Fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félög styrkja félagið okkar ár hvert og fyrir það bera að þakka innilega. Árgjöldin skipta félagið einnig gríðarlega miklu máli, að gerast félagsmaður og borga 2.500 kr. á ári er félaginu mikill styrkur. Við vitum aldrei hvenær við eða einhver náin okkur þarf á þessari aðstoð að halda.” segir Sigurbjörg Kristín.

Erum afar þakklát öllum þeim sem hafa haft okkur í huga

„Grasrótasamtök eins og Krabbavörn þurfa að vera í stöðugri endurskoðun til þess að efla starfsemi þess og erum við afar þakklát öllum þeim sem hafa haft okkur í huga þegar kemur að uppákomum okkur til heilla eins og 7 tinda göngu, kótilettuklúbbur Vestmannaeyja, trommað til styrktar Krabbavörn, bleikar tuskur, bleikur október, allskonar uppákomur hjá félögum Brothers Brewery og áramótagangan svo eitthvað sé talið.”

Um 350 félagsmenn - nýir félagar velkomnir

Stjórn Krabbavarnar hitti aðstandendur Guðmundar Karls á Tanganum í gær til að sýna þeim það þakklæti sem félagið ber til Guðmundar vegna þessarar rausnalegu gjafar. Þess ber að geta að Tanginn gaf allar veitingar sem þar voru bornar fram.

Krabbavörn Vestmannaeyja var stofnað þann 25.04.1949 og endurvakið þann 03.05.1990. Félagsmenn eru um 350 í dag. Skrifstofa félagsins er opin á þriðjudögum kl 13-15 og er Sigríður Gísladóttir starfsmaður félagsins. Hægt er að hafa samband við starfsmann eða stjórn til að ganga í félagið.

Stjórn félagsins skipa:

Formaður félagsins er Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir
Varaformaður: Guðný Halldórsdóttir
Gjaldkeri: Sigríður Gísladóttir
Ritari: Ingibjörg Andrea Brynjarsdóttir
Meðstjórnendur: Kristín Valtýsdóttir og Olga Sædís Bjarnadóttir

Heimasíða félagsins.

Facebook-síða félagsins.

IMG_5324

Sigurbjörg Kristín

IMG_5322

Stjórn Krabbavarnar.

gudmundur_karl_j

Guðmundur Karl

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.