Farþegaflutningar Herjólfs:

Aldrei betri ágústmánuður

4.September'19 | 06:56
herj_farthegar

Nýi Herjólfur sigldi flesta daga í síðasta mánuði. Ljósmynd/TMS

Metfjöldi farþega ferðaðist með Herjólfi á milli lands og Eyja í síðasta mánuði. Þjóðhátíðarfarþegar voru nánast allir í mánuðinum eins og árin tvö á undan og því eru mánuðirnir prýðilega samanburðarhæfir.

„Við fluttum 77.512 farþega í ágúst” segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf í samtali við Eyjar.net. Hann bendir á að sigla hafi þurft þrjá daga í ágúst til Þorlákshafnar, sem dregur verulega úr fjölda farþega. 

Í fyrra voru til samanburðar sigldar tvær ferðir til Þorlákshafnar í ágúst-mánuði og árið 2017 var farin ein ferð til Þorlákshafnar.

Hvað varðar flutning á bílum segir Guðbjartur Herjólf hafa flutt 13.964 bíla í síðasta mánuði.

Þessu tengt: Herjólfur flutti rúmlega 73 þúsund farþega í júlí

 

Tags

Herjólfur

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%