Umhverfisstofnun skoðar olíu­leka í Vest­manna­eyjahöfn

3.September'19 | 20:26
hofnin_lundi_oliubl

Ljósmynd/samsett

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir upplýsingum um olíublauta fugla og olíumengun innan hafnarsvæðisins í Vestmannaeyjum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Umhverfisstofnun að málið sé til athugunar. 

Sigurrós Friðriksdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun hefur þegar haft samband við hafnaryfirvöld og Náttúrustofu Suðurlands. Fréttablaðið greinir frá þessu á vef sínum.

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að um hundrað fuglar komi úr Vestmannaeyjahöfn ataðir svartolíu á hverju ári. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands segir að vandamálið sé viðvarandi. Náttúrustofan birti eftirfarandi mynd af lunda sem var þakinn svartolíu.

Lundar missa flotið og deyja

Lundar og lundapysjur í Vestmannaeyjum koma olíublautir úr höfninni eftir að hafa leitað sér að æti. Þeir verða við það bjargarlausir, missa flotið og drepast. Náttúrustofa Suðurlands sér um að þrífa fuglana og koma þeim aftur í ásættanlegt ástand.

„Það er sama hvernig olía þetta er. Ef þetta liggur í sjónum og fuglarnir komast í þetta, þá missa þeir flotið og sökkva og drepast,“ sagði Erpur í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Hann segir að það taki fuglana þó nokkurn tíma að jafna sig eftir þrifin.

„Það þarf að þurrka þá vel og smyrja fjaðrirnar með fitu úr fitukirtli undir stélinu, þannig að þeir verði vatnsheldir aftur,“ segir Erpur.

 

Sjá einnig: Hafnaryfirvöld neita olíulekanum

Umhverfisstofnun óskar eftir upplýsingum

„Hafnarstjóri ber ábyrgð á að gripið sé til viðeigandi bráðaaðgerða til að hefta útbreiðslu bráðamengunar innan hafnarsvæðis samkvæmt fyrrgreindum lögum og koma í veg fyrir frekara tjón vegna mengunarinnar. Umhverfisstofnun hefur þó óskað eftir upplýsingum frá Vestmannaeyjahöfn,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.

Stofnunin getur á grundvelli fyrirliggjandi gagna ekki lagt mat á það hvort málið sé alvarlegt.

Náttúrustofa Suðurlands birti í dag mynd af olíubrák í Vestmannaeyjahöfn, sem var tekin í gær, 2. september.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.