Nýtt fiskveiðiár - Aflamarki ársins úthlutað:

Mest fer til skipa með heimahöfn í Eyjum

- Tíu stærstu útgerðir landsins eru nú komnar með yfir helming úthlutaðra veiðiheimilda

2.September'19 | 14:54
IMG_0758

Landað í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 sem hófst 1. september. Að þessu sinni var úthlutað 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 12 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs.

Sólberg ÓF 1, sama skip og á fyrra fiskveiðiári, fær úthlutað mestu aflamarki, eða 10.354 þorskígildistonnum, sem er 2,8% af úthlutuðum þorskígildum. Frá þessu er greint á vef Fiskistofu.

Um árabil hafa mestar veiðiheimildir verið bundnar við skip sem tilheyra Reykjavíkurhöfn en nú fellur Reykjavík í þriðja sæti með Vestmannaeyjar í fyrsta sæti og Grindavík í því þriðja.

Úthlutun eftir heimahöfnum

Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert miklu meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Vestmannaeyjum en þau ráða fyrir 11,4% úthlutunarinnar samanborið við 10,6% í fyrra.

Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 10,9% af heildinni samanborið við 11,0% á fyrra ári. Skip með heimahöfn í Reykjavík fá úthlutað 10,6% af heildinni samanborið við 11,6% í fyrra.  Hér hafa þau tíðindi gerst að Reykjavík, sem hefur til fjölda ára verið sú höfn landsins þar sem mestu aflamarki er úthlutað til, fellur úr fyrsta sæti í það þriðja.

Hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flestum tilvikum eitthvað og má rekja það til breytinga á þorskígildisstuðlum sem og tilfærslu aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn.

Úthlutun eftir fyrirtækjum

Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 89.2% af því aflamarki sem úthlutað er og er það svipað hlutfall og í fyrra. Alls fá 336 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða 80 færri en í fyrra þeagar  varð mikil fjöldun vegna kvótasetningar á hlýra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær Brim (áður HB Grandi) mestu úthlutað til sinna skipa eða 9,4% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,6% og þá FISK Seafood með 6,0% og  Þorbjörn hf. með 5,5%.

Hér má lesa nánar um úthlutunina.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).