Nýtt fiskveiðiár - Aflamarki ársins úthlutað:

Mest fer til skipa með heimahöfn í Eyjum

- Tíu stærstu útgerðir landsins eru nú komnar með yfir helming úthlutaðra veiðiheimilda

2.September'19 | 14:54
IMG_0758

Landað í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 sem hófst 1. september. Að þessu sinni var úthlutað 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 12 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs.

Sólberg ÓF 1, sama skip og á fyrra fiskveiðiári, fær úthlutað mestu aflamarki, eða 10.354 þorskígildistonnum, sem er 2,8% af úthlutuðum þorskígildum. Frá þessu er greint á vef Fiskistofu.

Um árabil hafa mestar veiðiheimildir verið bundnar við skip sem tilheyra Reykjavíkurhöfn en nú fellur Reykjavík í þriðja sæti með Vestmannaeyjar í fyrsta sæti og Grindavík í því þriðja.

Úthlutun eftir heimahöfnum

Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert miklu meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Vestmannaeyjum en þau ráða fyrir 11,4% úthlutunarinnar samanborið við 10,6% í fyrra.

Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 10,9% af heildinni samanborið við 11,0% á fyrra ári. Skip með heimahöfn í Reykjavík fá úthlutað 10,6% af heildinni samanborið við 11,6% í fyrra.  Hér hafa þau tíðindi gerst að Reykjavík, sem hefur til fjölda ára verið sú höfn landsins þar sem mestu aflamarki er úthlutað til, fellur úr fyrsta sæti í það þriðja.

Hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flestum tilvikum eitthvað og má rekja það til breytinga á þorskígildisstuðlum sem og tilfærslu aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn.

Úthlutun eftir fyrirtækjum

Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 89.2% af því aflamarki sem úthlutað er og er það svipað hlutfall og í fyrra. Alls fá 336 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða 80 færri en í fyrra þeagar  varð mikil fjöldun vegna kvótasetningar á hlýra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær Brim (áður HB Grandi) mestu úthlutað til sinna skipa eða 9,4% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,6% og þá FISK Seafood með 6,0% og  Þorbjörn hf. með 5,5%.

Hér má lesa nánar um úthlutunina.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).