Georg Eiður Arnarson skrifar:

Gleðilegt nýtt ár sjómenn

31.Ágúst'19 | 23:10
goggi

Georg Eiður Arnarson

Nýtt fiskveiðiár hefst á miðnætti og því rétt að fara aðeins yfir stöðuna, en í grein minni fyrir sjómannadaginn útskýrði ég þá skoðun mína að hin mikla innspýting í lífríki sjávar, sem varð þegar ákveðið var að leyfa ekki loðnuveiðar, myndi að öllum líkindum leiða til annaðhvort verulegra aukninga á aflaheimildum á bolfiski eða hugsanlega góðrar loðnuvertíðar næst. 

Nú liggur fyrir að aukning á aflaheimildum á bolfiski varð ekki, en það mun svo skýrast á nýju ári hvernig loðnuveiðar verða. Ég verð hins vegar að lýsa miklum vonbrigðum með það að Hafró skuli komast upp með það að auka aflaheimildir í ýsu á síðasta ári um 40% og segja síðan: Úps....vitlaust reiknað, og skera svo niður um 28% fyrir næsta fiskveiðiár og það án þess að ráðherra geri nokkrar athugasemdir.

Í sjálfu sér eru það ekkert nýjar fréttir að Hafró geri mistök en beri enga ábyrgð.

Heitasta fréttin að undanförnu er einmitt af þeim toga, en uppsagnir starfsmanna Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn vegna tillaga Hafró um veiðar á sæbjúgum minnti mig ansi mikið á það þegar lúðuveiðar voru bannaðar, en í mörg ár hafði Hafró haft í sínum tillögum um lúðuveiðar þá lýsingu, að stofnunin vissi einfaldlega ekki nóg og mikið um stöðu lúðunnar og legðu þess vegna til að lúðuveiðar yrðu bannaðar vegna óvissunnar um stöðu stofnsins, og það þó að engar rannsóknir lægju fyrir en að aflamagn lúðu hafði minnkað síðustu 2 árin áður en lúðuveiðibannið var sett á, en merkilegt nokkuð, þá er síðasta árið sem lúðuveiðar voru leifðar eitt af stærstu árunum í sögu lúðuveiða.

Fyrir nokkru síðan rak ég augu í tillögu Hafró um áframhaldandi bann á lúðuveiðum, en í tilkynningunni kom fram að stofnunin teldi að lúðustofninn væri ekki að ná sér, sem er mjög sérstakt sérstaklega ef haft er í huga að í reglugerðinni um lúðuveiðar kemur fram að ef lúða veiðist og er lífvænleg, þá áttu að henda henni aftur í hafið og því engin furða þó stofninn mælist ekki á uppleið. 

En svona til gamans, gömul frétt úr ráðgjöf Hafró frá árinu 1981 sem hljómar svona:

Verði aflinn takmarkaður við 400.000 tonn fer þorskstofninn vaxandi næstu ár, einkum hrygningarstofninn ef forsendur um stærðir árganga eru nærri réttu lagi. Hafrannsóknarstofnun leggur áherslu á að þorskstofninn verði byggður enn frekar upp á næstu árum og veiðar því takmarkaðar á árinu 1981 við 400.000 tonn. 

Þorskaflinn fyrir árið 1981 var 469.000 tonn. Samt lagði Hafrannsóknarstofnun til að þorskaflinn fyrir árið 1982 miðaðist við 450.000 tonn.

Er nema furða þó að maður skilji ekki allt sem kemur frá þessari stofnun, en hún virðist hafa lyklavöldin að fiskimiðum okkar algjörlega í sinni hendi.

Það hefur stundum, sérstaklega fyrir Alþingiskosningar, verið talað um að taka þurfi tillit til þekkingu og reynslu sjómanna, en einhverra hluta vegna man ég ekki eftir að hafa heyrt þetta í þó nokkuð mörg ár, en hvað sem því líður, vonandi verður tíðin góð og vonandi fáum við risa loðnuvertíð með mikilli fiskgengd.

Gleðilegt nýtt fiskveiðiár sjómenn, útgerðamenn, fiskverkafólk, allir.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).