Afmælisblað Björgunarfélagsins kynnt annan laugardag

- dagskrá í Einarsstofu á laugardaginn 7. september - Athugið breytta dagsetningu

30.Ágúst'19 | 10:39

Þann fjórða ágúst á síðasta ári voru 100 ár liðin frá stofnun Björgunarfélags Vestmannaeyja. Þess var minnst með glæsilegri afmælisveislu þann 1. september sl. 

Í framhaldi af því var ákveðið að gefa út afmælisblað þar sem saga Björgunarfélagsins og Hjálparsveitar skáta Vestmannaeyjum og sameinaðs félags undir nafni BV og merkjum HSV er rakin í máli og myndum.

Af því tilefni verður efnt til dagskrár í Einarsstofu í Safnahúsi laugardaginn 7. september kl. 13.00 þar sem blaðið verður formlega afhent Björgunarfélaginu. Meðal atriða er myndasýning þar sem saga félagsins er rakin auk mynda frá Hálendisvakt björgunarsveitarinnar núna í ágúst.

Kynnt verður dagskrá sem er verið að undirbúa á vegum Sagnheima, byggðasafns þar sem minnast á komu björgunar- og varðskipsins Þórs til Vestmannaeyja. Þann 26. mars 1920 verða 100 ár fá komu skipsins. Björgunarfélagið hafði forgöngu um kaupin á Þór sem var mikið gæfuspor og bjargaði mörgum sjómanninum.

Sýndir verða munir sem tengjast Þór og starfi Björgunarfélagsins.

Arnór formaður félagsins afhendir Kára Bjarnasyni fundargerðarbækur félagsins til varðveislu auk þess sem þær verða skannaðar. Heiðursgestir fá afhent fyrstu eintök afmælisblaðsins sem verður dreift ókeypis í öll hús í bænum.

Fólk er hvatt til að mæta og fagna með Björgunarfélaginu á þessum tímamótum. 

Athugið: Í Tíglinum í þessari viku er sagt að athöfnin verði á laugardaginn, 31. ágúst en af óviðráðanlegum ástæðum frestast hún um eina viku og verður laugardaginn 7. september.

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).