Vestmannaeyjabær:

Hafa verið að efla stoðþjónustu

28.Ágúst'19 | 06:40
barnaskolinn_2018

Barnaskóli Vestmannaeyja. Þrír þroskaþjálfar starfa innan grunnskólans. Ljósmynd/TMS

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs nú í vikunni var tekin fyrir ályktun frá faghópi þroskaþjálfa í Vestmannaeyjum þar sem bent er á mikilvægi þess að auka þátttöku menntaðra þroskaþjálfa í störfum hjá sveitarfélaginu.

Í bókun ráðsins segir að ráðið bendi á að í dag starfi fimm þroskaþjálfar hjá Vestmannaeyjabæ, þrír innan grunnskólans, einn innan málaflokks fatlaðs fólks sem sinnir einnig leikskólabörnum og einn í Heimaey - vinnu- og hæfingarstöð.

Nýlega var auglýst eftir þroskaþjálfa við Víkina - fimm ára deild og mun hann hefja störf á næstunni. Sveitarfélagið hefur verið að efla stoðþjónustu sína og eru þroskaþjálfar sem og aðrir faghópar mikilvægir hlekkir þar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...