Vestmannaeyjabær:

Hafa verið að efla stoðþjónustu

28.Ágúst'19 | 06:40
barnaskolinn_2018

Barnaskóli Vestmannaeyja. Þrír þroskaþjálfar starfa innan grunnskólans. Ljósmynd/TMS

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs nú í vikunni var tekin fyrir ályktun frá faghópi þroskaþjálfa í Vestmannaeyjum þar sem bent er á mikilvægi þess að auka þátttöku menntaðra þroskaþjálfa í störfum hjá sveitarfélaginu.

Í bókun ráðsins segir að ráðið bendi á að í dag starfi fimm þroskaþjálfar hjá Vestmannaeyjabæ, þrír innan grunnskólans, einn innan málaflokks fatlaðs fólks sem sinnir einnig leikskólabörnum og einn í Heimaey - vinnu- og hæfingarstöð.

Nýlega var auglýst eftir þroskaþjálfa við Víkina - fimm ára deild og mun hann hefja störf á næstunni. Sveitarfélagið hefur verið að efla stoðþjónustu sína og eru þroskaþjálfar sem og aðrir faghópar mikilvægir hlekkir þar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.