Gamli Herjólfur heldur uppi áætlun

28.Ágúst'19 | 13:26
bjartur_0819

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. hér fyrir framan Herjólf III. Mynd/TMS

„Megin ástæða þess að nýja ferjan er enn við bryggju er að þegar sú eldri var sett undir var tækifærið notað og þjónustuaðilar kallaðir til við endurbætur, uppfærslur og minniháttar lagfæringar.” segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

Hann segir að til að mynda þurfi að skipta um segulrofa sem bilaði þegar bílalúga opnaðist ekki en jafnframt var farið í að uppfæra þrjár rafhlöður í orkubúi ferjunnar. „Þessar aðgerðir er ekki hægt að framkvæma meðan ferjan er í drift.”

Guðjartur segir nýja Herjólf fara í rekstur um leið og þessu er lokið, og bætir við að þessi viðgerð ætti ekki að taka langan tíma.

„Við munum svo í framhaldi nota tækifærið og samhæfa og fínstilla stjórnbúnað ferjunnar sem gerir hana enn betri og móttækilegri við erfiðari aðstæður. Það á ekki að hefta notkun hennar.

Nýja ferjan fer svo í slipp þann 18. september eins og fyrir lá.” segir Guðbjartur Ellert Jónsson.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.